Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 19:49 Unnið er að breytingum á lagaumhverfi leigubíla á Íslandi sem gætu orðið að veruleika á næstu árum. Vísir/Vilhelm Framvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Hreyfils segir fyrirtækið hafa sótt um vörumerkið Suber Taxi til að búa sig undar breyttar aðstæður á leigubílamarkaði á Íslandi á næstu árum. Ekki standi þó til að opna farveitu á borð við Uber á næstunni. Viðskiptablaðið sagði frá því í dag að Hreyfill hefði sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Suber Taxi hjá Einkaleyfastofu í febrúar. Vörumerkið flokkist undir leigabílaþjónustu sem bókast með snjallforriti. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir við Vísi leigubílaumhverfið á Íslandi muni breytast verulega á næstu árum með nýjum lögum sem eru í undirbúningi. Fyrirtækið sé að hugsa fram í tímann og búa sig undir breytt umhverfi, meðal annars um að sækja um vörumerkið. „Ef þróunin verður þannig að við myndum fara út í farveiturekstur þá er þetta bara merki sem við ætlum að nota þar. Það er ekkert víst að við þurfum á því að halda en þetta er bara einn liður í því að mæta breyttu lagaumhverfi,“ segir hann.Geta boðið upp á þjónustuna fyrir þá sem kæra sig um hanaEkki standi hins vegar til að hefja rekstur farveitu alveg á næstunni. Það yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, allt eftir því hvenær frumvarp um breytingar á lögum um leigubíla verður lagt fram og verður mögulega að lögum. Þá útilokar Sæmundur ekki að kveðið yrði á um aðlögunartíma. Hreyfill heldur þegar úti eigin snjallforriti fyrir akstursþjónustu sína og telur Sæmundur að fyrirtækið fullnægi þörfum markaðarins með því. Suber Taxi myndi gera Hreyfli kleift að bjóða upp á farveituþjónustu fyrir þá bílstjóra sem kæra sig um að starfa í því umhverfi. Vinnuhópur á vegum samgönguráðherra hefur unnið að tillögum um breytingar á lögum um leigubíla eftir að Eftirlitsstofnun EFTA komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði núverandi laga brytu gegn EES-samningnum. Sérstaklega var gerð athugasemd við fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfum. Samgöngur Tengdar fréttir Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Framvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Hreyfils segir fyrirtækið hafa sótt um vörumerkið Suber Taxi til að búa sig undar breyttar aðstæður á leigubílamarkaði á Íslandi á næstu árum. Ekki standi þó til að opna farveitu á borð við Uber á næstunni. Viðskiptablaðið sagði frá því í dag að Hreyfill hefði sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Suber Taxi hjá Einkaleyfastofu í febrúar. Vörumerkið flokkist undir leigabílaþjónustu sem bókast með snjallforriti. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir við Vísi leigubílaumhverfið á Íslandi muni breytast verulega á næstu árum með nýjum lögum sem eru í undirbúningi. Fyrirtækið sé að hugsa fram í tímann og búa sig undir breytt umhverfi, meðal annars um að sækja um vörumerkið. „Ef þróunin verður þannig að við myndum fara út í farveiturekstur þá er þetta bara merki sem við ætlum að nota þar. Það er ekkert víst að við þurfum á því að halda en þetta er bara einn liður í því að mæta breyttu lagaumhverfi,“ segir hann.Geta boðið upp á þjónustuna fyrir þá sem kæra sig um hanaEkki standi hins vegar til að hefja rekstur farveitu alveg á næstunni. Það yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, allt eftir því hvenær frumvarp um breytingar á lögum um leigubíla verður lagt fram og verður mögulega að lögum. Þá útilokar Sæmundur ekki að kveðið yrði á um aðlögunartíma. Hreyfill heldur þegar úti eigin snjallforriti fyrir akstursþjónustu sína og telur Sæmundur að fyrirtækið fullnægi þörfum markaðarins með því. Suber Taxi myndi gera Hreyfli kleift að bjóða upp á farveituþjónustu fyrir þá bílstjóra sem kæra sig um að starfa í því umhverfi. Vinnuhópur á vegum samgönguráðherra hefur unnið að tillögum um breytingar á lögum um leigubíla eftir að Eftirlitsstofnun EFTA komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði núverandi laga brytu gegn EES-samningnum. Sérstaklega var gerð athugasemd við fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfum.
Samgöngur Tengdar fréttir Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00
Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent