Útflutningur eykst þrátt fyrir styrkingu krónu Sveinn Arnarsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Formaður Félags hrossabænda segir gott verð fást fyrir góða gripi en bændur hafi fækkað hjá sér eftir nokkurt offramboð Vísir/Getty Alls voru 1.485 hross flutt út á síðasta ári eða rúmlega fjögur hross á dag að meðaltali. Til samanburðar fæddust um 3.700 folöld í fyrra samkvæmt upprunaættbók íslenska hestsins. Er þetta fjölgun um nærri þrjátíu prósent frá árinu 2010. Sterk staða krónunnar virðist ekki gera hrossabændum erfitt að selja hross út. Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk eru aðaláfangastaðir útfluttra hrossa. Samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur stígandi verið í sölu íslenskra hrossa erlendis. Fleiri íslenskir hestar eru samanlagt í þremur stærstu íslandshestalöndunum en á Íslandi. „Það er mikilvægt fyrir íslenska hrossabændur að flytja út hross. Það bætir stöðu ræktenda og hrossabænda hér á landi. Í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðið hlutfall farið út af kynbótahrossum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.Landsmót hestamannafélaga er haldið í sumar í Reykjavík. Þessi íslandshestahátíð er haldin annað hvert ár. Að mati Sveins er meira um að vera á landsmótsárum og menn leggja meira upp úr starfinu á þessum árum. „Landsmót er auðvitað mikill gluggi fyrir hestinn og hestamennskuna og menn kappkosta að reyna að ná árangri á landsmóti. Landsmót er til að mynda stærsta útihátíð sem haldin er á Íslandi,“ bætir Sveinn við. Mikill fjöldi erlendra gesta mætir á landsmótið hverju sinni. „Góð hross eru að fara út á góðu verði. Góðir gripir geta selst á það góðu verði að það skili miklum virðisauka til eiganda. Það er í sjálfu sér mjög gott fyrir íslandshestaheiminn allan. Íslenski hesturinn er einnig þjóðinni mikilvægur og hefur mikið aðdráttarafl. Það sannast nú best í því að fjölmargir erlendir aðilar hafa beinlínis sest hér að vegna hestsins, eiga hér aðstöðu, húsnæði og jafnvel jarðir, til að stunda sína hestamennsku og ræktun. Það auðvitað skilar sér í bættum þjóðarhag,“ bætir Sveinn við. Fæddum folöldum hefur verið að fækka undanfarið og segir Sveinn að markaðurinn sé að ná jafnvægi á nýjan leik eftir líkast til nokkurt offramboð á hestum síðustu ár. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Alls voru 1.485 hross flutt út á síðasta ári eða rúmlega fjögur hross á dag að meðaltali. Til samanburðar fæddust um 3.700 folöld í fyrra samkvæmt upprunaættbók íslenska hestsins. Er þetta fjölgun um nærri þrjátíu prósent frá árinu 2010. Sterk staða krónunnar virðist ekki gera hrossabændum erfitt að selja hross út. Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk eru aðaláfangastaðir útfluttra hrossa. Samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur stígandi verið í sölu íslenskra hrossa erlendis. Fleiri íslenskir hestar eru samanlagt í þremur stærstu íslandshestalöndunum en á Íslandi. „Það er mikilvægt fyrir íslenska hrossabændur að flytja út hross. Það bætir stöðu ræktenda og hrossabænda hér á landi. Í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðið hlutfall farið út af kynbótahrossum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.Landsmót hestamannafélaga er haldið í sumar í Reykjavík. Þessi íslandshestahátíð er haldin annað hvert ár. Að mati Sveins er meira um að vera á landsmótsárum og menn leggja meira upp úr starfinu á þessum árum. „Landsmót er auðvitað mikill gluggi fyrir hestinn og hestamennskuna og menn kappkosta að reyna að ná árangri á landsmóti. Landsmót er til að mynda stærsta útihátíð sem haldin er á Íslandi,“ bætir Sveinn við. Mikill fjöldi erlendra gesta mætir á landsmótið hverju sinni. „Góð hross eru að fara út á góðu verði. Góðir gripir geta selst á það góðu verði að það skili miklum virðisauka til eiganda. Það er í sjálfu sér mjög gott fyrir íslandshestaheiminn allan. Íslenski hesturinn er einnig þjóðinni mikilvægur og hefur mikið aðdráttarafl. Það sannast nú best í því að fjölmargir erlendir aðilar hafa beinlínis sest hér að vegna hestsins, eiga hér aðstöðu, húsnæði og jafnvel jarðir, til að stunda sína hestamennsku og ræktun. Það auðvitað skilar sér í bættum þjóðarhag,“ bætir Sveinn við. Fæddum folöldum hefur verið að fækka undanfarið og segir Sveinn að markaðurinn sé að ná jafnvægi á nýjan leik eftir líkast til nokkurt offramboð á hestum síðustu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira