Segir reynt að koma á sig höggi með villandi fréttaflutningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2018 07:57 Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa farið fram á umtalsverða launalækkun fyrir sjálfan sig og vandar Morgunblaðinu ekki kveðjurnar. VÍSIR/STEFÁN Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira