Trump skrifar undir fjárlög með semingi Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 21:15 Trump kallaði útgjaldafrumvarp þingsins fáránlegt en skrifaði engu að síður undir það. Vísir/AFP Enn einni lokun bandarísku alríkisstjórnarinnar var forðað í dag þegar Donald Trump forseti skrifaði undir fjárlög sem Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni. Trump hafði hótað að beita neitunarvaldi en skrifaði á endanum undir með þeim orðum að hann myndi aldrei aftur fallast á slík fjárlög. Eftir japl, jaml og fuður náðu repúblikanar og demókratar samkomulagi um fjárlög í vikunni. Síðasta fjárlagaári lauk í september en síðan þá hefur alríkisstjórnin verið rekin með tímabundnum fjárveitingarheimilum sem þingið hefur samþykkt á nokkurra mánaða fresti. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur í tvígang stöðvast, í skamman tíma þó, vegna átaka um innihald fjárlaganna. Þingmenn höfðu frest þangað til á miðnætti í kvöld til að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp.Hótun eftir að þingmenn voru farnir úr bænum Eina sem vantaði upp á var undirskrift Trump forseta. Því olli það skiljanlega ringulreið þegar Trump tísti í morgun um að hann væri að íhuga að beita neitunarvaldi. Þá voru þingmenn þegar á leið frá Washington-borg í tveggja vikna þinghlé, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ástæðuna sagði Trump þá að ekki væri kveðið á um fulla fjármögnun landamæramúrs hans og að demókratar hefðu gefið svonefnda DACA-þega algerlega upp á bátinn. Það eru innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Trump batt enda á DACA-áætlun Baracks Obama, forvera síns í embætti, sem varði þá fyrir brottvísun síðasta haust. Demókratar leyfðu rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast í nokkra daga til að knýja á um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga í janúar. Í fjárlögunum er kveðið á um 1,6 milljarða dollara fyrir múrinn á landamærunum að Mexíkó. Trump hafði krafist 25 milljarða dollara. Demókratar höfðu raunar boðið Trump samkomulag um landamæramúrinn. Þeir voru tilbúnir að fallast á fulla fjármögnun hans gegn því að skjólstæðingar DACA-áætlunarinnar hlytu áframhaldandi vernd. Trump hafnaði því tilboði hins vegar vegna þess að í því fólst ekki niðurskurður í komum löglegra innflytjenda sem hann vildi.Fjármögnun ríkisins tryggð í sex mánuði Síðdegis hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross. Tilkynnti hann fréttamönnum að hann hygðist skrifa undir fjárlögin. „En ég segi við þingið að ég mun aldrei skrifa undir frumvarp af þessu tagi aftur. Ég ætla ekki að gera það,“ sagði Trump sem réttlætti það með því að hann vildi ekki koma í veg fyrir stóraukin útgjöld til hersins sem fjárlögin fela í sér. Þar með lýkur nær mánaðarlegum átökum á Bandaríkjaþingi þar sem lokun alríkisstjórnarinnar hefur verið undir en aðeins tímabundið þó. Fjárlögin gilda út september. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Enn einni lokun bandarísku alríkisstjórnarinnar var forðað í dag þegar Donald Trump forseti skrifaði undir fjárlög sem Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni. Trump hafði hótað að beita neitunarvaldi en skrifaði á endanum undir með þeim orðum að hann myndi aldrei aftur fallast á slík fjárlög. Eftir japl, jaml og fuður náðu repúblikanar og demókratar samkomulagi um fjárlög í vikunni. Síðasta fjárlagaári lauk í september en síðan þá hefur alríkisstjórnin verið rekin með tímabundnum fjárveitingarheimilum sem þingið hefur samþykkt á nokkurra mánaða fresti. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur í tvígang stöðvast, í skamman tíma þó, vegna átaka um innihald fjárlaganna. Þingmenn höfðu frest þangað til á miðnætti í kvöld til að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp.Hótun eftir að þingmenn voru farnir úr bænum Eina sem vantaði upp á var undirskrift Trump forseta. Því olli það skiljanlega ringulreið þegar Trump tísti í morgun um að hann væri að íhuga að beita neitunarvaldi. Þá voru þingmenn þegar á leið frá Washington-borg í tveggja vikna þinghlé, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ástæðuna sagði Trump þá að ekki væri kveðið á um fulla fjármögnun landamæramúrs hans og að demókratar hefðu gefið svonefnda DACA-þega algerlega upp á bátinn. Það eru innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Trump batt enda á DACA-áætlun Baracks Obama, forvera síns í embætti, sem varði þá fyrir brottvísun síðasta haust. Demókratar leyfðu rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast í nokkra daga til að knýja á um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga í janúar. Í fjárlögunum er kveðið á um 1,6 milljarða dollara fyrir múrinn á landamærunum að Mexíkó. Trump hafði krafist 25 milljarða dollara. Demókratar höfðu raunar boðið Trump samkomulag um landamæramúrinn. Þeir voru tilbúnir að fallast á fulla fjármögnun hans gegn því að skjólstæðingar DACA-áætlunarinnar hlytu áframhaldandi vernd. Trump hafnaði því tilboði hins vegar vegna þess að í því fólst ekki niðurskurður í komum löglegra innflytjenda sem hann vildi.Fjármögnun ríkisins tryggð í sex mánuði Síðdegis hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross. Tilkynnti hann fréttamönnum að hann hygðist skrifa undir fjárlögin. „En ég segi við þingið að ég mun aldrei skrifa undir frumvarp af þessu tagi aftur. Ég ætla ekki að gera það,“ sagði Trump sem réttlætti það með því að hann vildi ekki koma í veg fyrir stóraukin útgjöld til hersins sem fjárlögin fela í sér. Þar með lýkur nær mánaðarlegum átökum á Bandaríkjaþingi þar sem lokun alríkisstjórnarinnar hefur verið undir en aðeins tímabundið þó. Fjárlögin gilda út september.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47
Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29