Lendingarbúnaður lokar leiðum úr bænum Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2018 08:06 Gömlu brúna yfir Eyjafjörð má sjá á myndinni. Svæðið er notað í ýmiss konar útivist. Vísir/Pjetur Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira
Nýr ILS-lendingarbúnaður, sem setja á við Akureyrarflugvöll til að styðja betur við millilandaflug um völlinn, gæti lokað fyrir gönguog reiðleið um Eyjafjörð. Hestamenn á Akureyri eru slegnir yfir áformunum og vilja að bætt sé fyrir veginn hið snarasta. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúarbreytingu á skipulagi til að koma búnaðinum fyrir. Segir í tillögunni að það loki núverandi göngu- og reiðleið. „Hins vegar opnast tækifæri við uppbyggingu nýrrar leiðar samhliða lagningu jarðstrengs yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár,“ segir í tillögunni. Hins vegar er ekki ljóst hvenær farið verður í þær framkvæmdir. Samkvæmt samþykktu skipulagi hefði því þurft að loka veginum þar sem búnaðurinn yrði staðsetttur á gönguleiðinni. Þar með yrði hvorki hægt að fara gangandi né ríðandi yfir gömlu brýrnar svokölluðu sem smíðaðar voru árið 1923 og voru gamli þjóðvegurinn yfir Eyjafjarðará. Sigfús Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis, segir að ef vegurinn verði aflagður þurfi að leggja nýjan veg hið snarasta. Hestamenn á Akureyri verði innlyksa með þessum aðgerðum. „Við höfum átt fundi með bænum og viljum auðvitað ekki standa í vegi fyrir millilandaflugi. Hins vegar þarf að finna bót á þessu sem allra fyrst,“ segir Sigfús. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, segir að málið sé unnið hratt innan bæjarkerfisins. „Í fyrstu var okkur tjáð að lendingarbúnaðurinn myndi loka leiðinni. Eftir mikil fundahöld með Isavia og Landsneti hefur hins vegar komið í ljós að möguleiki er til þess að halda veginum opnum. Við erum að skoða alla möguleika í þessum efnum,“ segir Ingibjörg. „Það er okkar kappsmál að svæðið verði áfram nýtt sem útivistarsvæði og því leggjum við ríka áherslu á að finna lausnir á málinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira