„Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2018 10:56 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill „Við erum bara í sambandi við Spánverjana og það er bara verið að vinna í því,“ segir Karl Steinar Valsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um beiðni íslenskra stjórnvalda þess efnis að rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur flytjist frá Spáni til Íslands „Þetta tekur talsvert lengri tíma en við töldum en það hlýtur að fara að sjást fyrir endann á því,“ segir Karl Steinar. Um miðjan febrúar síðastliðinn sendi dómsmálaráðuneyti Íslands formlega réttarbeiðni til yfirvalda á Spáni vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallað en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Í beiðninni var farið fram á að íslensk lögregluyfirvöld tækju alfarið yfir rannsókn málsins. Sunna Elvíra hefur verið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins. Hún lamaðist eftir fall á heimili sínu í Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn og hefur verið í ótímabundnu farbanni þar í landi grunuð um aðild að fíkniefnasmygli. Sunna var flutt á sjúkrahús í Malaga en barist var lengi fyrir því að hún yrði flutt á hátæknisjúkrahús þar sem hún fengi viðeigandi meðhöndlun. Hún var flutt á sjúkrahús í Sevilla í febrúar síðastliðnum en í upphafi þessa mánaðar fengust þær fregnir að hún væri lömuð fyrir lífstíð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í febrúar að ef rannsókn málsins myndi flytjast til Íslands yrði ekki ástæða fyrir spænsk stjórnvöld að halda Sunnu í farbanni þar í landi. Aðspurður hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að afgreiða þessa réttarfarsbeiðni dómsmálaráðuneytisins svarar hann: „Spænsk stjórnsýsla, það er ekki flóknara en það. Það er engin önnur fyrirstaða í því. Það þarf að afgreiða þetta með formlegum hætti varðandi yfirtöku og millitöku á málum. Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig.“ Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
„Við erum bara í sambandi við Spánverjana og það er bara verið að vinna í því,“ segir Karl Steinar Valsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um beiðni íslenskra stjórnvalda þess efnis að rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur flytjist frá Spáni til Íslands „Þetta tekur talsvert lengri tíma en við töldum en það hlýtur að fara að sjást fyrir endann á því,“ segir Karl Steinar. Um miðjan febrúar síðastliðinn sendi dómsmálaráðuneyti Íslands formlega réttarbeiðni til yfirvalda á Spáni vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallað en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Í beiðninni var farið fram á að íslensk lögregluyfirvöld tækju alfarið yfir rannsókn málsins. Sunna Elvíra hefur verið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins. Hún lamaðist eftir fall á heimili sínu í Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn og hefur verið í ótímabundnu farbanni þar í landi grunuð um aðild að fíkniefnasmygli. Sunna var flutt á sjúkrahús í Malaga en barist var lengi fyrir því að hún yrði flutt á hátæknisjúkrahús þar sem hún fengi viðeigandi meðhöndlun. Hún var flutt á sjúkrahús í Sevilla í febrúar síðastliðnum en í upphafi þessa mánaðar fengust þær fregnir að hún væri lömuð fyrir lífstíð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í febrúar að ef rannsókn málsins myndi flytjast til Íslands yrði ekki ástæða fyrir spænsk stjórnvöld að halda Sunnu í farbanni þar í landi. Aðspurður hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að afgreiða þessa réttarfarsbeiðni dómsmálaráðuneytisins svarar hann: „Spænsk stjórnsýsla, það er ekki flóknara en það. Það er engin önnur fyrirstaða í því. Það þarf að afgreiða þetta með formlegum hætti varðandi yfirtöku og millitöku á málum. Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig.“
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20