Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur staðið í ströngu undanfarna daga í viðræðum við samstarfsþjóðir okkar. Afráðið var í gær að Ísland tæki þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða sem beinast gegn Rússum vegna eiturárásar þeirra í Salisbury. Tvíhliða viðræðum við Rússa verður slegið á frest og ráðamenn fara ekki á HM VÍSIR/ANDRI MARINÓ Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti Anton Vasíljev, sendiherra Rússlands á Íslandi, þessa ákvörðun í gær. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Áður hafði hann fundað með utanríkismálanefnd þingsins þar sem nefndarmenn voru settir inn í stöðu mála. Nágranna- og samstarfsríki Íslands tilkynntu í gær hvert á fætur öðru að þau hygðust senda rússneska erindreka úr landi. Meginreglan hefur verið sú að slíkum aðgerðum sé svarað í sömu mynt. Aðeins þrír starfsmenn eru í sendiráði Íslands í Rússlandi og því kom slíkt ekki til greina að sinni enda fjöldi Íslendinga sem stefnir að því að ferðast til landsins í sumar. Fækkun í starfsliðinu hefði farið langt með að lama starfsemina. „Ráðherra fór yfir stöðu mála og samráðið sem hann hefur átt við aðrar þjóðir út af málinu,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en hún sat fundinn sem varamaður Smára McCarthy. „Ráðherra gerði skilmerkilega grein fyrir stöðu mála og okkar viðbrögð verða í samræmi við stærð okkar. Það er ánægjulegt að Ísland sé að taka þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða gegn atviki sem allt bendir til að Rússar hafi staðið að,“ segir Þórhildur. „Ég fagna yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Mér er ljóst að þetta er ekki auðveld ákvörðun. En hún sýnir svo ekki verður um villst þá samstöðu sem Ísland sýnir viðleitni þjóða heims til að standa vörð um alþjóðalög og láta Rússa ekki komast upp með að kljúfa alþjóðasamfélagið,“ segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti Anton Vasíljev, sendiherra Rússlands á Íslandi, þessa ákvörðun í gær. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Áður hafði hann fundað með utanríkismálanefnd þingsins þar sem nefndarmenn voru settir inn í stöðu mála. Nágranna- og samstarfsríki Íslands tilkynntu í gær hvert á fætur öðru að þau hygðust senda rússneska erindreka úr landi. Meginreglan hefur verið sú að slíkum aðgerðum sé svarað í sömu mynt. Aðeins þrír starfsmenn eru í sendiráði Íslands í Rússlandi og því kom slíkt ekki til greina að sinni enda fjöldi Íslendinga sem stefnir að því að ferðast til landsins í sumar. Fækkun í starfsliðinu hefði farið langt með að lama starfsemina. „Ráðherra fór yfir stöðu mála og samráðið sem hann hefur átt við aðrar þjóðir út af málinu,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en hún sat fundinn sem varamaður Smára McCarthy. „Ráðherra gerði skilmerkilega grein fyrir stöðu mála og okkar viðbrögð verða í samræmi við stærð okkar. Það er ánægjulegt að Ísland sé að taka þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða gegn atviki sem allt bendir til að Rússar hafi staðið að,“ segir Þórhildur. „Ég fagna yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Mér er ljóst að þetta er ekki auðveld ákvörðun. En hún sýnir svo ekki verður um villst þá samstöðu sem Ísland sýnir viðleitni þjóða heims til að standa vörð um alþjóðalög og láta Rússa ekki komast upp með að kljúfa alþjóðasamfélagið,“ segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03
„Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45