Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2018 15:12 Argentína steikhús við Barónstíg er eitt ástsælasta veitingahús borgarinnar. Engar eignir fundust í búi Potts ehf. sem rak veitingahúsið Argentínu steikhús í tæplega þrjátíu ár við Barónstíg í Reykjavík. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars í fyrra en um svipað leyti var rekstur Argentínu færður yfir á kennitölu Bos ehf., félags hvers forráðamaður og stjórnarformaður er Björn Ingi Hrafnsson. Lýstar kröfur í gjaldþrot Potts ehf. námu 86 milljónum króna. Þar af voru veðkröfur um 15 milljónir króna, forgangskröfur 12 milljónir króna en almennar kröfur 59 milljónir króna. Engar greiðslur fengust upp í kröfurnar. Argentína er eitt rótgrónasta veitingahús landsins en því var komið á fót árið 1989. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi eins og Fréttablaðið fjallaði um í október. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðing þung.Björn Ingi Hrafnsson er skráður forráðamaður Bos ehf.Vísir/ValliEftir að Bos ehf. var stofnað af KPMG undir nafninu AB596 ehf. tók hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson við félaginu nokkrum dögum síðar. Nafni þess var breytt í Bos ehf., Sigurður er skráður stjórnarmaður og prókúruhafi þess og dóttir hans, Edda Sif Sigurðardóttir, ráðin framkvæmdastjóri samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár.Sigurður þvertók í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa nokkra aðkomu að félaginu í dag. Hann staðfesti þó að hafa komið að því að kaupa eignir Argentínu á sínum tíma. Hann er þó enn í dag skráður stjórnarmaður og með prófkúruumboð fyrirtækisins. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf að því er Stundin greindi frá. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við rekstrinum í haust. Björn Ingi Hrafnsson var stjórnarformaður félagsins, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum. Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Engar eignir fundust í búi Potts ehf. sem rak veitingahúsið Argentínu steikhús í tæplega þrjátíu ár við Barónstíg í Reykjavík. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars í fyrra en um svipað leyti var rekstur Argentínu færður yfir á kennitölu Bos ehf., félags hvers forráðamaður og stjórnarformaður er Björn Ingi Hrafnsson. Lýstar kröfur í gjaldþrot Potts ehf. námu 86 milljónum króna. Þar af voru veðkröfur um 15 milljónir króna, forgangskröfur 12 milljónir króna en almennar kröfur 59 milljónir króna. Engar greiðslur fengust upp í kröfurnar. Argentína er eitt rótgrónasta veitingahús landsins en því var komið á fót árið 1989. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi eins og Fréttablaðið fjallaði um í október. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðing þung.Björn Ingi Hrafnsson er skráður forráðamaður Bos ehf.Vísir/ValliEftir að Bos ehf. var stofnað af KPMG undir nafninu AB596 ehf. tók hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson við félaginu nokkrum dögum síðar. Nafni þess var breytt í Bos ehf., Sigurður er skráður stjórnarmaður og prókúruhafi þess og dóttir hans, Edda Sif Sigurðardóttir, ráðin framkvæmdastjóri samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár.Sigurður þvertók í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa nokkra aðkomu að félaginu í dag. Hann staðfesti þó að hafa komið að því að kaupa eignir Argentínu á sínum tíma. Hann er þó enn í dag skráður stjórnarmaður og með prófkúruumboð fyrirtækisins. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf að því er Stundin greindi frá. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við rekstrinum í haust. Björn Ingi Hrafnsson var stjórnarformaður félagsins, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00