Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur hefur verið fyrirferðamikið í fréttum undanfarnar vikur. VÍSIR/DANÍEL Vöntun hefur verið á skýrum lagaheimildum handa stofnunum til að hafa samskipti sín á milli um einstaklinga sem talin er hætta á að brjóti gegn börnum. Í nýju frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, eru lagðar til breytingar á þessu. Í því felst að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum skuli sæta sérstöku mati. „Það virðist stundum sem kerfið sé þannig að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Hugmyndin með frumvarpinu er að tengja saman stofnanir,“ segir flutningsmaðurinn. Séu taldar líkur á því að mati loknu að viðkomandi brjóti af sér aftur, er unnt að láta hann sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Þær gætu meðal annars falist í skyldu til að leita meðferðar og eftirliti með internetnotkun. Í alvarlegustu tilfellunum er hægt að kveða á um bann við búsetu á heimili þar sem börn dvelja. Þá er kveðið á um að dómþola sé gert skylt að tilkynna breyttan dvalarstað til Barnaverndarstofu sem og nafnbreytingar. Barnaverndarstofa geti tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd um flutning einstaklings í umdæmi hennar.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Það hefur ekki verið heimilt fyrir stofnanir að hafa samráð við aðrar stofnanir sem að þessum málum koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Þótt frumvarpið feli í sér íþyngjandi ráðstafanir í garð dómþola verði börn að njóta vafans. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um að nöfn og dvalarstaðir brotamanna séu gerðir opinberir. Anna segir það vel. „Rannsóknir sýna að slíkt hefur öfug áhrif. Það skapar ótta hjá almenningi og kemur ekki í veg fyrir frekari brot.“ „Ég fagna því að þetta sé til umræðu. Vonandi verður niðurstaðan sú að skýrari ferlar liggja fyrir handa lögreglu, barnaverndar- og heilbrigðisyfirvöldum og öðrum sem að málunum koma,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur. „Það hefur vantað upp á að skýrt sé hvaða upplýsingum má deila hvenær og með hverjum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vöntun hefur verið á skýrum lagaheimildum handa stofnunum til að hafa samskipti sín á milli um einstaklinga sem talin er hætta á að brjóti gegn börnum. Í nýju frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknar, eru lagðar til breytingar á þessu. Í því felst að þeir sem brjóta kynferðislega gegn börnum skuli sæta sérstöku mati. „Það virðist stundum sem kerfið sé þannig að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Hugmyndin með frumvarpinu er að tengja saman stofnanir,“ segir flutningsmaðurinn. Séu taldar líkur á því að mati loknu að viðkomandi brjóti af sér aftur, er unnt að láta hann sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Þær gætu meðal annars falist í skyldu til að leita meðferðar og eftirliti með internetnotkun. Í alvarlegustu tilfellunum er hægt að kveða á um bann við búsetu á heimili þar sem börn dvelja. Þá er kveðið á um að dómþola sé gert skylt að tilkynna breyttan dvalarstað til Barnaverndarstofu sem og nafnbreytingar. Barnaverndarstofa geti tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd um flutning einstaklings í umdæmi hennar.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Það hefur ekki verið heimilt fyrir stofnanir að hafa samráð við aðrar stofnanir sem að þessum málum koma,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Þótt frumvarpið feli í sér íþyngjandi ráðstafanir í garð dómþola verði börn að njóta vafans. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um að nöfn og dvalarstaðir brotamanna séu gerðir opinberir. Anna segir það vel. „Rannsóknir sýna að slíkt hefur öfug áhrif. Það skapar ótta hjá almenningi og kemur ekki í veg fyrir frekari brot.“ „Ég fagna því að þetta sé til umræðu. Vonandi verður niðurstaðan sú að skýrari ferlar liggja fyrir handa lögreglu, barnaverndar- og heilbrigðisyfirvöldum og öðrum sem að málunum koma,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur. „Það hefur vantað upp á að skýrt sé hvaða upplýsingum má deila hvenær og með hverjum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59 Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir skilyrði um áminningu ekki til staðar Barnaverndarnefndar Reykjavíkur segir að nefndinni hafi aldrei borist formlegt erindi þess efnis að til stæði að áminna nefndina. Segur hún að skilyrði barnaverndarlaga um áminningu séu ekki til staðar. 27. mars 2018 20:59
Mál starfsmanns barnaverndar: Verknaðarlýsingar kærenda í flestum tilfellum þær sömu Að mati lögreglu eru framburðir kærenda trúverðugir. 23. mars 2018 18:04
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30