Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. mars 2018 07:00 Ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir alvarlegri líkamsárás í íþróttasal fangelsisins að Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Honum var vísað úr landi mánuði síðar þrátt fyrir yfirstandandi lögreglurannsókn. Fréttablaðið/Vilhelm Lögreglunni á Suðurlandi sem fer með rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu, var ekki gert viðvart áður en brotaþolanum, Houssin Bsraoi hælisleitanda frá Marokkó, var vísað úr landi 20. febrúar síðastliðinn. „Ég sé ekki að við höfum fengið upplýsingar um það og man að þetta barst okkur bara í fréttum,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ef fólk er á förum af landinu eða ætla má að það sé að týnast, þá má fara með það fyrir dóm þar sem það staðfestir þann framburð sem það hefur gefið og þá er það afgreitt og þeim þætti dómsmeðferðarinnar bara lokið. Ef við hefðum vitað að maðurinn væri á förum úr landi þá hefðum við væntanlega sett þetta í þann farveg en það kom hreinlega ekki til þess að taka þá ákvörðun því hann var farinn úr landi áður en við vissum af því,“ segir Elís og bætir við: „Það var óheppilegt að tapa honum út úr málinu án þess að láta hann staðfesta framburð sinn, ekki síst þar sem ekki er víst að hann verði auðfundinn og það gæti verið erfiðleikum háð að hafa uppi á honum og fá hann til að staðfesta framburð sinn.“ Aðspurður segir Elís málið ekki komið á þann stað að tekin hafi verið afstaða til þess hvort reynt verði að hafa uppi á Houssin til að fá hann aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi. „Rannsóknin þarf að klárast hér hjá okkur og fer svo til saksóknara sem fer yfir hvað gert verður, hvern skuli ákæra og svo framvegis. Þessi ákvörðun yrði þá tekin á þeim vettvangi,“ segir Elís. Hann segir verkefni lögreglunnar vera að vinna frumrannsókn, tryggja framburði, læknisvottorð og slíkt. Elís segir rannsóknina langt komna og skýrslutökum af vitnum og grunuðum lokið. Hann segir að um töluverðan hóp hafi verið að ræða sem taka þurfti skýrslur af bæði úr hópi fanga og fangavarða. Beðið er eftir lokagögnum, læknisfræðilegs eðlis; tannlæknaskýrslum og þvíumlíku og búast má við að rannsókn ljúki fljótlega eftir páska. Málið fer til saksóknara þegar rannsókn er lokið; fyrst til ákærusviðs á Suðurlandi en ef málið varðar 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, sem tekur til sérstaklega hættulegra líkamsárása, þá verður málinu vísað þaðan til héraðssaksóknara. Lilja Margrét Olsen, lögmaður Houssins, hefur lagt áherslu á að hann fái tækifæri til að gefa skýrslu fyrir dómi enda hafi lögregluskýrsla aldrei sama sönnunargildi í sakamáli og skýrsla fyrir dómi. Ekki náðist í Lilju við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Yassine flúði heimaland sitt í leit að betra lífi. Hann er nú í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík og óskar þess heitast að fá að vera venjulegur samfélagsþegn á Íslandi. 14. mars 2018 19:30 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lögreglunni á Suðurlandi sem fer með rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu, var ekki gert viðvart áður en brotaþolanum, Houssin Bsraoi hælisleitanda frá Marokkó, var vísað úr landi 20. febrúar síðastliðinn. „Ég sé ekki að við höfum fengið upplýsingar um það og man að þetta barst okkur bara í fréttum,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ef fólk er á förum af landinu eða ætla má að það sé að týnast, þá má fara með það fyrir dóm þar sem það staðfestir þann framburð sem það hefur gefið og þá er það afgreitt og þeim þætti dómsmeðferðarinnar bara lokið. Ef við hefðum vitað að maðurinn væri á förum úr landi þá hefðum við væntanlega sett þetta í þann farveg en það kom hreinlega ekki til þess að taka þá ákvörðun því hann var farinn úr landi áður en við vissum af því,“ segir Elís og bætir við: „Það var óheppilegt að tapa honum út úr málinu án þess að láta hann staðfesta framburð sinn, ekki síst þar sem ekki er víst að hann verði auðfundinn og það gæti verið erfiðleikum háð að hafa uppi á honum og fá hann til að staðfesta framburð sinn.“ Aðspurður segir Elís málið ekki komið á þann stað að tekin hafi verið afstaða til þess hvort reynt verði að hafa uppi á Houssin til að fá hann aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi. „Rannsóknin þarf að klárast hér hjá okkur og fer svo til saksóknara sem fer yfir hvað gert verður, hvern skuli ákæra og svo framvegis. Þessi ákvörðun yrði þá tekin á þeim vettvangi,“ segir Elís. Hann segir verkefni lögreglunnar vera að vinna frumrannsókn, tryggja framburði, læknisvottorð og slíkt. Elís segir rannsóknina langt komna og skýrslutökum af vitnum og grunuðum lokið. Hann segir að um töluverðan hóp hafi verið að ræða sem taka þurfti skýrslur af bæði úr hópi fanga og fangavarða. Beðið er eftir lokagögnum, læknisfræðilegs eðlis; tannlæknaskýrslum og þvíumlíku og búast má við að rannsókn ljúki fljótlega eftir páska. Málið fer til saksóknara þegar rannsókn er lokið; fyrst til ákærusviðs á Suðurlandi en ef málið varðar 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, sem tekur til sérstaklega hættulegra líkamsárása, þá verður málinu vísað þaðan til héraðssaksóknara. Lilja Margrét Olsen, lögmaður Houssins, hefur lagt áherslu á að hann fái tækifæri til að gefa skýrslu fyrir dómi enda hafi lögregluskýrsla aldrei sama sönnunargildi í sakamáli og skýrsla fyrir dómi. Ekki náðist í Lilju við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Yassine flúði heimaland sitt í leit að betra lífi. Hann er nú í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík og óskar þess heitast að fá að vera venjulegur samfélagsþegn á Íslandi. 14. mars 2018 19:30 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Yassine flúði heimaland sitt í leit að betra lífi. Hann er nú í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík og óskar þess heitast að fá að vera venjulegur samfélagsþegn á Íslandi. 14. mars 2018 19:30
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50