Ljúki ökuskóla þrjú áður en skírteini fæst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2018 09:00 Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Fréttablaðið/Pjetur Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim tilmælum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að gera ráðstafanir til þess að hægt sé að fella niður ákvæði til bráðabirgða um undanþágu frá þjálfun í ökugerði. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Þorláksmessu 2016 við Heiðarenda í Jökulsárdal. Suzuki Grand Vitara endaði utan vegar og valt. Ökumaður bifreiðarinnar, 61 árs gömul kona, var ein í bifreiðinni og lést af höfuðáverkum. Færð á slysdegi var ekki með besta móti, snjókoma eða slydda og skyggni ábótavant. Óveðri hafði verið spáð síðar um daginn og hafði hin látna ætlað sér að komast á leiðarenda áður en færð spilltist. „Ökumaður öðlaðist ökuréttindi rúmlega fimm mánuðum fyrir slysið. Hann hafði því ekki langa reynslu af akstri og alls ekki í svo erfiðri færð sem þarna var,“ segir í skýrslunni. Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Slíkt nám fer fram í ökugerði og kynnast nemar þar erfiðum akstursskilyrðum, hvernig aksturseiginleikar breytast þegar grip minnkar og hvernig skal forðast að bifreið fari að skríða til. Reglurnar hafa verið í gildi frá 2011 en uppbygging ökugerða hefur tafist. Engin slík eru á Austur- og Vesturlandi sem og Vestfjörðum. Því hefur verið undanþáguákvæði í lögum að hægt sé að fá bráðabirgðaskírteini án þess að ljúka ökuskóla þrjú. RNSA leggur til að þessi bráðabirgðaheimild verði felld niður. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsá á Brú Slysið varð laust fyrir klukkan 4 í dag. 23. desember 2016 19:15 Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim tilmælum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að gera ráðstafanir til þess að hægt sé að fella niður ákvæði til bráðabirgða um undanþágu frá þjálfun í ökugerði. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Þorláksmessu 2016 við Heiðarenda í Jökulsárdal. Suzuki Grand Vitara endaði utan vegar og valt. Ökumaður bifreiðarinnar, 61 árs gömul kona, var ein í bifreiðinni og lést af höfuðáverkum. Færð á slysdegi var ekki með besta móti, snjókoma eða slydda og skyggni ábótavant. Óveðri hafði verið spáð síðar um daginn og hafði hin látna ætlað sér að komast á leiðarenda áður en færð spilltist. „Ökumaður öðlaðist ökuréttindi rúmlega fimm mánuðum fyrir slysið. Hann hafði því ekki langa reynslu af akstri og alls ekki í svo erfiðri færð sem þarna var,“ segir í skýrslunni. Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Slíkt nám fer fram í ökugerði og kynnast nemar þar erfiðum akstursskilyrðum, hvernig aksturseiginleikar breytast þegar grip minnkar og hvernig skal forðast að bifreið fari að skríða til. Reglurnar hafa verið í gildi frá 2011 en uppbygging ökugerða hefur tafist. Engin slík eru á Austur- og Vesturlandi sem og Vestfjörðum. Því hefur verið undanþáguákvæði í lögum að hægt sé að fá bráðabirgðaskírteini án þess að ljúka ökuskóla þrjú. RNSA leggur til að þessi bráðabirgðaheimild verði felld niður.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsá á Brú Slysið varð laust fyrir klukkan 4 í dag. 23. desember 2016 19:15 Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30