Var 17 ára þegar fjölskyldan snéri við honum baki vegna kynhneigðar hans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2018 19:30 Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu. Flóttamenn Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira
Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu.
Flóttamenn Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira