Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. mars 2018 09:00 Vinkonurnar María Arnardóttir, Kamilla Gunnarsdóttir, Eva María Smáradóttir, Teresa María Era og Birgitta Eysteinsdóttir. Vísir/Stefán „Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
„Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira