Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 11:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa í gær um að hafa komið að árásinni. Vísir/AFP Rússar komu ekkert að eitrun Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og hefur hann farið fram á aðgang að taugaeitrinu sem notað var. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa í gær um að hafa komið að árásinni. Annað hvort hefðu þeir gert það með beinum hætti, eða þeir hefðu misst stjórn á efnavopnum sínum. Hún gaf þeim frest út daginn í dag til að bregðast við. Yfirvöld Bretlands segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi. Eitrið er sagt tilheyra eiturflokknum Novichok en ekki hefur verið gefið út nánar hvaða eitur var notað.Vísir/GraphicNewsLavrov ræddi við blaðamenn í Moskvu í dag og sagði Breta hafa neitað því að veita Rússum aðgang að taugaeitrinu og öðrum sönnunargögnum. Hann sagði Rússa ekki hafa komið að árásinni. „Rússland er ekki sekt. Rússland er tilbúið til samvinnu,“ sagði Lavrov. Yfirvöld Rússlands hafa kallað sendiherra Bretlands á teppið. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Feðginin Sergei og Yulia Skripal urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn 4. mars og liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins. 10. mars 2018 18:53 Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Breskum bargestum ráðlagt að þvo föt og síma vegna taugaeitursleifa Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri. 11. mars 2018 11:45 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Rússar komu ekkert að eitrun Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og hefur hann farið fram á aðgang að taugaeitrinu sem notað var. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa í gær um að hafa komið að árásinni. Annað hvort hefðu þeir gert það með beinum hætti, eða þeir hefðu misst stjórn á efnavopnum sínum. Hún gaf þeim frest út daginn í dag til að bregðast við. Yfirvöld Bretlands segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi. Eitrið er sagt tilheyra eiturflokknum Novichok en ekki hefur verið gefið út nánar hvaða eitur var notað.Vísir/GraphicNewsLavrov ræddi við blaðamenn í Moskvu í dag og sagði Breta hafa neitað því að veita Rússum aðgang að taugaeitrinu og öðrum sönnunargögnum. Hann sagði Rússa ekki hafa komið að árásinni. „Rússland er ekki sekt. Rússland er tilbúið til samvinnu,“ sagði Lavrov. Yfirvöld Rússlands hafa kallað sendiherra Bretlands á teppið. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Feðginin Sergei og Yulia Skripal urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn 4. mars og liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins. 10. mars 2018 18:53 Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Breskum bargestum ráðlagt að þvo föt og síma vegna taugaeitursleifa Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri. 11. mars 2018 11:45 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins. 10. mars 2018 18:53
Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02
Breskum bargestum ráðlagt að þvo föt og síma vegna taugaeitursleifa Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri. 11. mars 2018 11:45
Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55