Meiri kvíði Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun