Stephen Hawking látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 04:58 Á heimili hans nærri Cambridge-háskóla vann Stephen Hawking að mörgum að byltingarkenndustu rannsóknum sínum um eðli svarthola. Vísir/AP Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu nærri Cambridge-háskóla í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér í morgun. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. „Það hryggir okkur mjög að faðir okkar hafi látist í dag,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Banamein hans er ekki tilgreint. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil. Engu að síður sinnti hann rannsóknum sínum af kappi fram til síðasta dags og minnast börn hans þrjú, Lucy, Robert og Tim, hans sem mikils vísindamanns. Í tilkynningu þeirra segja þau að hans verði ætíð minnst sem ótrúlegs manns og að vinna hans muni halda nafni Hawking á lofti um árabil. Þá hrósa þau jafnframt hugrekki hans og þrautseigju, jafnt sem snilli- og kímnigáfu hans. „Hann sagði eitt sinn: Þetta væri ekki merkilegur alheimur ef hann væri ekki heimili fólks sem þú elskar. Við munum sakna hans endalaust.“ Lífshlap Hawking rataði á hvíta tjaldið árið 2014 í kvikmyndinni The Theory of Everything. Eddie Redmayne, sem túlkaði Hawking í myndinni, hlaut Óskar, Bafta- og Golden Globe-verðlaun fyrir vikið. Andlát Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu nærri Cambridge-háskóla í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölskylda hans sendi frá sér í morgun. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. „Það hryggir okkur mjög að faðir okkar hafi látist í dag,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Banamein hans er ekki tilgreint. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil. Engu að síður sinnti hann rannsóknum sínum af kappi fram til síðasta dags og minnast börn hans þrjú, Lucy, Robert og Tim, hans sem mikils vísindamanns. Í tilkynningu þeirra segja þau að hans verði ætíð minnst sem ótrúlegs manns og að vinna hans muni halda nafni Hawking á lofti um árabil. Þá hrósa þau jafnframt hugrekki hans og þrautseigju, jafnt sem snilli- og kímnigáfu hans. „Hann sagði eitt sinn: Þetta væri ekki merkilegur alheimur ef hann væri ekki heimili fólks sem þú elskar. Við munum sakna hans endalaust.“ Lífshlap Hawking rataði á hvíta tjaldið árið 2014 í kvikmyndinni The Theory of Everything. Eddie Redmayne, sem túlkaði Hawking í myndinni, hlaut Óskar, Bafta- og Golden Globe-verðlaun fyrir vikið.
Andlát Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira