Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. mars 2018 21:45 Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS. Skipulag Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS.
Skipulag Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira