Valur spilar úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Víkinni vegna árshátíðar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. mars 2018 15:00 Valur hefur verið í efstu sætunum í Olís deild kvenna lungan úr tímabilinu og getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með stigi gegn Haukum. Vísir/Vilhelm Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið. Mikið er um að veislur og viðburðir séu haldin í Valsheimilinu og sú staða kom upp að salurinn var bókaður á laugardaginn og því var þessi stórleikur færður í Víkina, heimavöll Víkings R. „Því miður þá kom upp sú staða að við vorum með bókaða árshátíð hér í tæpt ár í húsinu á þessum tíma en það kom ekki upp fyrr en í janúar að við myndum eiga leik á heimavelli á þessum degi,“ sagði Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi í dag. „Við reyndum allt til þess að fresta umferðinni fram á sunnudag sem var hafnað af HSÍ. Reyndum allt til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu en því miður þá tókst það ekki.“ „Við erum í þeirri stöðu að reyna að ná í tekjur og gátum ekki brotið samninga okkar við þá sem leigja höllina á þessum tíma.“ Leikurinn fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn en salurinn er bókaður allan daginn, í ráðstefnu um daginn og svo árshátíð að kvöldi til. Loka umferð deildarinnar verður að vera leikin öll á sama tíma og því er ekki hægt að færa bara þennan eina leik. Ágúst Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs Vals, vildi lítið tjá sig um málið. „Auðvitað hefði verið best að spila leikinn í Valsheimilinu, það eru allir sammála um það, en þeta er niðurstaðan og við tökum henni,“ sagði Ágúst. Leikur Vals og Hauka verður í beinni útsendingu úr Víkinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan 13:20. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið. Mikið er um að veislur og viðburðir séu haldin í Valsheimilinu og sú staða kom upp að salurinn var bókaður á laugardaginn og því var þessi stórleikur færður í Víkina, heimavöll Víkings R. „Því miður þá kom upp sú staða að við vorum með bókaða árshátíð hér í tæpt ár í húsinu á þessum tíma en það kom ekki upp fyrr en í janúar að við myndum eiga leik á heimavelli á þessum degi,“ sagði Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi í dag. „Við reyndum allt til þess að fresta umferðinni fram á sunnudag sem var hafnað af HSÍ. Reyndum allt til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu en því miður þá tókst það ekki.“ „Við erum í þeirri stöðu að reyna að ná í tekjur og gátum ekki brotið samninga okkar við þá sem leigja höllina á þessum tíma.“ Leikurinn fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn en salurinn er bókaður allan daginn, í ráðstefnu um daginn og svo árshátíð að kvöldi til. Loka umferð deildarinnar verður að vera leikin öll á sama tíma og því er ekki hægt að færa bara þennan eina leik. Ágúst Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs Vals, vildi lítið tjá sig um málið. „Auðvitað hefði verið best að spila leikinn í Valsheimilinu, það eru allir sammála um það, en þeta er niðurstaðan og við tökum henni,“ sagði Ágúst. Leikur Vals og Hauka verður í beinni útsendingu úr Víkinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan 13:20.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni