Svona lítur HM-búningur Íslands út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 15:30 Íslenski landsliðsbúningurinn. KSÍ Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að blái liturinn er allsráðandi í nýjum búningi íslenska landsliðsins. Nú er rauði liturinn í ermunum og það er engin rönd niður eftir treyjunni. Myndband með nýju treyjunni er hér fyrir neðan.The new kit is here #fyririsland#TeamIcelandpic.twitter.com/kFaq9mOrga — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 15, 2018 „Við erum búin að bíða eftir þessu ansi lengi,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðu á Melvellinum eins og svæðið heitir undir aðalstúkunni á Laugardalsvellinum. „Ég er viss um að þessi búningur muni hreyfa við okkur og skapa mikla umræðu,“ sagði Guðni um það sem Errea kynnti sem næsta sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk afhenta fyrstu treyjuna. Búningurinn sem íslenska liðið spilaði í á EM í Frakklandi 2016 og hefur haldið áfram að spila í síðan þá var með einni áberandi hvítri og rauðri rönd í gegnum merki KSÍ og niður allan búninginn að framan. Íslenska liðið er á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir bæði Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í New Jersey og San Francicso. Í ferðinni verður einnig unnið allskonar kynningarefni á íslenska landsliðinu fyrir komandi sumar. Nýr búningur þurfti því að vera klár fyrir Bandaríkjaferðina og hann var kynntur með viðhöfn og á beinni á Vísi í dag. Nýi búningurinn.KSÍÍsland er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti leikurinn verður á móti Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu 16. júní næskomandi. Íslensku strákarnir mæta einnig Nígeríu og Króatíu í riðlinum og vonandi verða leikirnir fleiri en þrír. Ísland setur heimsmet í fyrsta leik sem fámennasta þjóð sem hefur átt lið í úrslitakeppnni HM í fótbolta. Ísland bætir þar met Trínidad og Tóbagó. Þar búa 1,3 milljónir manna en aðeins tæplega 340 þúsund búa á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenski landsliðsbúningurinn hefur þróast frá fyrsta landsleik Íslands sem var á móti Danmörku á Melavellinumn 17. júlí 1946.Our kit launches tomorrow Here is a look at the history of our kit. March 15 15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018
Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að blái liturinn er allsráðandi í nýjum búningi íslenska landsliðsins. Nú er rauði liturinn í ermunum og það er engin rönd niður eftir treyjunni. Myndband með nýju treyjunni er hér fyrir neðan.The new kit is here #fyririsland#TeamIcelandpic.twitter.com/kFaq9mOrga — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 15, 2018 „Við erum búin að bíða eftir þessu ansi lengi,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðu á Melvellinum eins og svæðið heitir undir aðalstúkunni á Laugardalsvellinum. „Ég er viss um að þessi búningur muni hreyfa við okkur og skapa mikla umræðu,“ sagði Guðni um það sem Errea kynnti sem næsta sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk afhenta fyrstu treyjuna. Búningurinn sem íslenska liðið spilaði í á EM í Frakklandi 2016 og hefur haldið áfram að spila í síðan þá var með einni áberandi hvítri og rauðri rönd í gegnum merki KSÍ og niður allan búninginn að framan. Íslenska liðið er á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir bæði Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í New Jersey og San Francicso. Í ferðinni verður einnig unnið allskonar kynningarefni á íslenska landsliðinu fyrir komandi sumar. Nýr búningur þurfti því að vera klár fyrir Bandaríkjaferðina og hann var kynntur með viðhöfn og á beinni á Vísi í dag. Nýi búningurinn.KSÍÍsland er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti leikurinn verður á móti Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu 16. júní næskomandi. Íslensku strákarnir mæta einnig Nígeríu og Króatíu í riðlinum og vonandi verða leikirnir fleiri en þrír. Ísland setur heimsmet í fyrsta leik sem fámennasta þjóð sem hefur átt lið í úrslitakeppnni HM í fótbolta. Ísland bætir þar met Trínidad og Tóbagó. Þar búa 1,3 milljónir manna en aðeins tæplega 340 þúsund búa á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenski landsliðsbúningurinn hefur þróast frá fyrsta landsleik Íslands sem var á móti Danmörku á Melavellinumn 17. júlí 1946.Our kit launches tomorrow Here is a look at the history of our kit. March 15 15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00
HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45
Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn