„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 13:09 Johnson lét ummælin um Pútín falla við hlið Jacek Czaputowicz, utanríkisráðherra Póllands, sem fordæmdi einnig athæfi Rússa. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28