Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. mars 2018 20:58 Andstaða Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru, loforð um skattalækkanir og vantrauststillaga Sigríðar Á. Andersen var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði til umfjöllunar í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Landsfundurinn hófst snemma í morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Í dag fór fram málefnastarf í ýmsum nefndum og hélt formaðurinn Bjarni Benediktsson setningarræðu sína.Heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap Í ræðunni kom hann m.a. inn á peningastefnuna og áréttaði andstöðu Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru. „Það getur orðið mjög kostnaðarsamt. Það er beinlínis hægt að segja að það geti verið efnahagslega hættulegt fyrir okkur Íslendinga ef gengi og vextir sem við búum við endurspegla einhvern allt annan veruleika en okkar. Það má heita heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap að halda að Evrópski seðlabankinn myndi með einhverjum hætti horfa til stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að staðið yrði við loforð um skattalækkanir, sem kæmu fram í stjórnarsáttmála. „Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á þessu kjörtímabili. Tekjuskattur mun lækka, tryggingagjald mun lækka, þetta er stefna okkar, þetta er skrifað í stjórnarsáttmálann. Þetta mun gerast og fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári.Dómsmálaráðherra standi sterkar en áður Bjarni sagði Sigríði Andersen innanríkisráðherra standa sterkar eftir að vantrauststillaga gegn henni var felld á Alþingi og gagnrýndi Viðreisn fyrir stuðning við tillöguna. „Einhvern tímann hefði formaður þess flokks sagt að hér væri enn einu sinni vegið með ósanngjörnum hætti að kvenkyns ráðherra í ríkisstjórn, kvenkyns stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni og beindi þar orðum sínum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis og ykkar. Hún stendur sterkari eftir.“ Stj.mál Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Andstaða Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru, loforð um skattalækkanir og vantrauststillaga Sigríðar Á. Andersen var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði til umfjöllunar í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Landsfundurinn hófst snemma í morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Í dag fór fram málefnastarf í ýmsum nefndum og hélt formaðurinn Bjarni Benediktsson setningarræðu sína.Heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap Í ræðunni kom hann m.a. inn á peningastefnuna og áréttaði andstöðu Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru. „Það getur orðið mjög kostnaðarsamt. Það er beinlínis hægt að segja að það geti verið efnahagslega hættulegt fyrir okkur Íslendinga ef gengi og vextir sem við búum við endurspegla einhvern allt annan veruleika en okkar. Það má heita heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap að halda að Evrópski seðlabankinn myndi með einhverjum hætti horfa til stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að staðið yrði við loforð um skattalækkanir, sem kæmu fram í stjórnarsáttmála. „Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á þessu kjörtímabili. Tekjuskattur mun lækka, tryggingagjald mun lækka, þetta er stefna okkar, þetta er skrifað í stjórnarsáttmálann. Þetta mun gerast og fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári.Dómsmálaráðherra standi sterkar en áður Bjarni sagði Sigríði Andersen innanríkisráðherra standa sterkar eftir að vantrauststillaga gegn henni var felld á Alþingi og gagnrýndi Viðreisn fyrir stuðning við tillöguna. „Einhvern tímann hefði formaður þess flokks sagt að hér væri enn einu sinni vegið með ósanngjörnum hætti að kvenkyns ráðherra í ríkisstjórn, kvenkyns stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni og beindi þar orðum sínum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis og ykkar. Hún stendur sterkari eftir.“
Stj.mál Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45