Hugarafl Óttar Guðmundsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Þegar ég skrifaði bókina um sögu Klepps í 100 ár, fyrir áratug, lá ég í sjúkraskrám, las bréf sjúklinga, lækna og aðstandenda og setti mig inn í veruleika fólksins sem lifði og dó á spítalanum. Þetta var umfangsmikil vinna og oft var ég sorgmæddur yfir grimmilegum örlögum fólksins. Fordómar voru miklir og aðstöðuleysi yfirgengilegt. Sjúklingarnir voru dæmdir til einhæfrar tilveru innan veggja spítalans. Smám saman breyttist þessi mynd og sjúklingunum tókst að komast aftur út í samfélagið, oft með hjálp nýrra lyfja. Meðferðin breyttist og sjúklingurinn varð í æ ríkari mæli þátttakandi í henni. Spítalinn tók stakkaskiptum en auk þess komu til sögunnar öflug sjúklingasamtök sem áttu ríkan þátt í að byggja upp sjálfsmynd þessa hóps. Ein þessara samtaka eru Hugarafl. Þau voru stofnuð undir kjörorðinu að neytandi þjónustunnar væri best fær um að hjálpa öðrum neytendum. Margir sjúklinga minna fengu nýtt líf fyrir tilstilli Hugarafls. Þeir fengu aukið sjálfstraust og þekkingu um sitt ástand og sinn sjúkdóm. Þeir lærðu að veikleikar eru oft styrkleikar og öfugt. Smám saman lærði læknirinn að þekkja úr þá sem höfðu tileinkað sér hugmyndafræði Hugarafls. Þeir spurðu meira en aðrir og tóku ekki öllu sem algildum sannleika. Menn sveifluðu um sig nýjum hugtökum eins og batahugmyndafræði og valdeflingu sem læknum voru ókunn. Hugarafl hefur breyst frá þessum upphafsárum sínum en enn er grunnhugmyndafræðin sú sama. Ég hef alltaf hrifist af eldmóði Hugarafls þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála hugmyndafræði samtakanna. Nú berast þær fréttir að leggja eigi niður geðteymi, Geðheilsu-eftirfylgd, sem starfað hefur við hlið Hugarafls og flytja þá starfsemi sem þar er rekin út á heilsugæslustöðvarnar. Saman hafa þessir tveir hópar sinnt öflugri samfélagsgeðþjónustu og rutt brautina fyrir nýrri nálgun. Ég held að með því að leysa þessa þjónustu upp glatist mikið af eldmóðnum og þeirri reynslu sem búið er að afla með blóði, svita og tárum liðinna ára. Brautryðjendastarf teymisins og Hugarafls hefur skilað góðum árangri. Miklu skiptir að kasta því ekki á glæ. Starf frjálsra félagasamtaka verður sjaldnast flutt inn á opinberar stofnanir án þess að glata ferskleika sínum og sveigjanleika. Hugmyndafræði Hugarafls um neytandann sem réttir öðrum neytanda hjálparhönd á jafn mikið erindi í dag og fyrir 10 árum.Höfundur er geðlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég skrifaði bókina um sögu Klepps í 100 ár, fyrir áratug, lá ég í sjúkraskrám, las bréf sjúklinga, lækna og aðstandenda og setti mig inn í veruleika fólksins sem lifði og dó á spítalanum. Þetta var umfangsmikil vinna og oft var ég sorgmæddur yfir grimmilegum örlögum fólksins. Fordómar voru miklir og aðstöðuleysi yfirgengilegt. Sjúklingarnir voru dæmdir til einhæfrar tilveru innan veggja spítalans. Smám saman breyttist þessi mynd og sjúklingunum tókst að komast aftur út í samfélagið, oft með hjálp nýrra lyfja. Meðferðin breyttist og sjúklingurinn varð í æ ríkari mæli þátttakandi í henni. Spítalinn tók stakkaskiptum en auk þess komu til sögunnar öflug sjúklingasamtök sem áttu ríkan þátt í að byggja upp sjálfsmynd þessa hóps. Ein þessara samtaka eru Hugarafl. Þau voru stofnuð undir kjörorðinu að neytandi þjónustunnar væri best fær um að hjálpa öðrum neytendum. Margir sjúklinga minna fengu nýtt líf fyrir tilstilli Hugarafls. Þeir fengu aukið sjálfstraust og þekkingu um sitt ástand og sinn sjúkdóm. Þeir lærðu að veikleikar eru oft styrkleikar og öfugt. Smám saman lærði læknirinn að þekkja úr þá sem höfðu tileinkað sér hugmyndafræði Hugarafls. Þeir spurðu meira en aðrir og tóku ekki öllu sem algildum sannleika. Menn sveifluðu um sig nýjum hugtökum eins og batahugmyndafræði og valdeflingu sem læknum voru ókunn. Hugarafl hefur breyst frá þessum upphafsárum sínum en enn er grunnhugmyndafræðin sú sama. Ég hef alltaf hrifist af eldmóði Hugarafls þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála hugmyndafræði samtakanna. Nú berast þær fréttir að leggja eigi niður geðteymi, Geðheilsu-eftirfylgd, sem starfað hefur við hlið Hugarafls og flytja þá starfsemi sem þar er rekin út á heilsugæslustöðvarnar. Saman hafa þessir tveir hópar sinnt öflugri samfélagsgeðþjónustu og rutt brautina fyrir nýrri nálgun. Ég held að með því að leysa þessa þjónustu upp glatist mikið af eldmóðnum og þeirri reynslu sem búið er að afla með blóði, svita og tárum liðinna ára. Brautryðjendastarf teymisins og Hugarafls hefur skilað góðum árangri. Miklu skiptir að kasta því ekki á glæ. Starf frjálsra félagasamtaka verður sjaldnast flutt inn á opinberar stofnanir án þess að glata ferskleika sínum og sveigjanleika. Hugmyndafræði Hugarafls um neytandann sem réttir öðrum neytanda hjálparhönd á jafn mikið erindi í dag og fyrir 10 árum.Höfundur er geðlæknir
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar