Biskup segist ekki gefa neinn afslátt þegar ásakanir um ofbeldi koma upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2018 12:10 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00