Keli þjófur Guðmundur Brynjólfsson skrifar 5. mars 2018 07:00 Keli Kela komst með brögðum inn í Landssamband bakarameistara. Alkunna er að hann tók ófrjálsri hendi uppskrift að sandköku sem hinn grandvari og vandaði kökugerðarmaður Nói Briem átti og hafði þróað í áratugi. Þessa sandkökuuppskrift lagði Keli fram sem sína og kláraði þannig Iðnskólann með bravúr. Reyndar var útskrift hans flautuð af á síðustu stundu og Keli kallaður fram á klósett – það var jú verið að nota salinn – og honum kynntar niðurstöður úr greiningu á deiginu og samanburður á uppskriftunum, hans og Nóa Briem. Þær reyndust eins. Nú voru góð ráð dýr. Keli þykir vel ættaður ef allt er lagt saman, bæði skylt og óskylt, og því ótækt að hleypa honum ekki inn í fagið. Verandi af ætt hvar bakari hefur tekið við af bakara í áratugi; eða frá því Keli kardó laðaðist að greininni úti í Kaupmannahöfn árið 1811 – árið sem hinn frægi kardimommudropaskortur kom upp við Eyrarsund. Keli Kela fékk nú að baka sig inn í stéttina – með skilyrðum; hann varð að leiðrétta „Piparkökusönginn“ fræga og baka, vegna sinnar innréttingar, tvöfalda uppskrift, eftir hinni ljóðrænu leiðsögn Hérastubbs bakara. Þetta réð „okkar“ maður við. Án sjálftekinnar hjálpar. En nú er allt í uppnámi. Keli rífur sig ofan í rassgat og vill fá að ráða því hvaða bakarameistarar skuli skipa dómnefnd næst þegar Landsambandið stendur fyrir samkeppninni um „Köku ársins“. Frekjan og oflátungshátturinn í Kela eru takmarkalaus. Hann hnoðar og hrærir saman alls konar rök, óstöðvandi í óbilgirni sinni, og derringurinn sáldrast af honum eins og flórsykur. Gárungar í bakarastétt sendu honum afskurð af sandköku í pósti. En, hann skildi ekki sneiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Keli Kela komst með brögðum inn í Landssamband bakarameistara. Alkunna er að hann tók ófrjálsri hendi uppskrift að sandköku sem hinn grandvari og vandaði kökugerðarmaður Nói Briem átti og hafði þróað í áratugi. Þessa sandkökuuppskrift lagði Keli fram sem sína og kláraði þannig Iðnskólann með bravúr. Reyndar var útskrift hans flautuð af á síðustu stundu og Keli kallaður fram á klósett – það var jú verið að nota salinn – og honum kynntar niðurstöður úr greiningu á deiginu og samanburður á uppskriftunum, hans og Nóa Briem. Þær reyndust eins. Nú voru góð ráð dýr. Keli þykir vel ættaður ef allt er lagt saman, bæði skylt og óskylt, og því ótækt að hleypa honum ekki inn í fagið. Verandi af ætt hvar bakari hefur tekið við af bakara í áratugi; eða frá því Keli kardó laðaðist að greininni úti í Kaupmannahöfn árið 1811 – árið sem hinn frægi kardimommudropaskortur kom upp við Eyrarsund. Keli Kela fékk nú að baka sig inn í stéttina – með skilyrðum; hann varð að leiðrétta „Piparkökusönginn“ fræga og baka, vegna sinnar innréttingar, tvöfalda uppskrift, eftir hinni ljóðrænu leiðsögn Hérastubbs bakara. Þetta réð „okkar“ maður við. Án sjálftekinnar hjálpar. En nú er allt í uppnámi. Keli rífur sig ofan í rassgat og vill fá að ráða því hvaða bakarameistarar skuli skipa dómnefnd næst þegar Landsambandið stendur fyrir samkeppninni um „Köku ársins“. Frekjan og oflátungshátturinn í Kela eru takmarkalaus. Hann hnoðar og hrærir saman alls konar rök, óstöðvandi í óbilgirni sinni, og derringurinn sáldrast af honum eins og flórsykur. Gárungar í bakarastétt sendu honum afskurð af sandköku í pósti. En, hann skildi ekki sneiðina.