Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. mars 2018 06:00 Formanns- og stjórnarkjör í Eflingu stendur til kl. 20 í kvöld og fer fram í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Fréttablaðið/Vilhelm Stöðugur straumur fólks var í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík í gær þegar kosning formanns og nýrrar stjórnar í Eflingu stéttarfélagi hófst. Kosning stendur yfir til klukkan 20 í kvöld. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, segir að strax við opnun í gærmorgun hafi verið mikið að gera. „Svo er opið til átta í kvöld og ég á von á að það verði mikið seinnipartinn líka.“ Aðspurður segir Magnús þó engar biðraðir hafa myndast. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem formannskjör fer fram í félaginu. Í framboði til formanns eru Ingvar Vigur Halldórsson, sem leiðir A-lista stjórnar og trúnaðarráðs, og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem leiðir mótframboð B-lista. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við Sólveigu og beri hún sigur úr býtum eru það mikil tíðindi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ), enda fara þessi stóru félög með meirihluta í ASÍ. Litlir kærleikar hafa verið með þeim Ragnari Þór og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Greiðendur í Eflingu á síðasta ári voru rétt undir 25 þúsundum en rúmlega 16 þúsund manns eru á kjörskrá og að sögn Magnúsar er nokkuð um að menn hafi þurft að kæra sig inn á kjörskrá frá því að kosning hófst. Helst er um þá að ræða sem greiða í félagið en hafa ekki sótt um fulla aðild. Þegar fréttamann og ljósmyndara bar að garði upp úr hádegi í gær var stöðugur straumur af fólki inn og út af kjörstað. Allir sem rætt var við sögðust hafa fylgst með kosningabaráttunni og að stjórnarkjörið væri töluvert rætt á vinnustöðum þeirra. Við spurðum hvers félagsmenn væntu af nýrri stjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Stöðugur straumur fólks var í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík í gær þegar kosning formanns og nýrrar stjórnar í Eflingu stéttarfélagi hófst. Kosning stendur yfir til klukkan 20 í kvöld. Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, segir að strax við opnun í gærmorgun hafi verið mikið að gera. „Svo er opið til átta í kvöld og ég á von á að það verði mikið seinnipartinn líka.“ Aðspurður segir Magnús þó engar biðraðir hafa myndast. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem formannskjör fer fram í félaginu. Í framboði til formanns eru Ingvar Vigur Halldórsson, sem leiðir A-lista stjórnar og trúnaðarráðs, og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem leiðir mótframboð B-lista. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við Sólveigu og beri hún sigur úr býtum eru það mikil tíðindi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ), enda fara þessi stóru félög með meirihluta í ASÍ. Litlir kærleikar hafa verið með þeim Ragnari Þór og Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ. Greiðendur í Eflingu á síðasta ári voru rétt undir 25 þúsundum en rúmlega 16 þúsund manns eru á kjörskrá og að sögn Magnúsar er nokkuð um að menn hafi þurft að kæra sig inn á kjörskrá frá því að kosning hófst. Helst er um þá að ræða sem greiða í félagið en hafa ekki sótt um fulla aðild. Þegar fréttamann og ljósmyndara bar að garði upp úr hádegi í gær var stöðugur straumur af fólki inn og út af kjörstað. Allir sem rætt var við sögðust hafa fylgst með kosningabaráttunni og að stjórnarkjörið væri töluvert rætt á vinnustöðum þeirra. Við spurðum hvers félagsmenn væntu af nýrri stjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00 Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
400 hafa þegar kosið í Eflingu Um 400 manns hafa kosið utan kjörfundar í kosningu um nýjan formann og stjórn Eflingar. Kjörfundur hefst klukkan níu í dag á skrifstofu félagsins að Guðrúnartúni 1 og stendur til kl. 16 á morgun. 5. mars 2018 06:00
Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00
Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31