Hvað varð um þau? Haukur Örn Birgisson skrifar 6. mars 2018 07:00 Ég er ekki ratvís maður. Reyndar er ég alveg skelfilega áttavilltur og vel yfirleitt lengstu leiðina til þess að komast á áfangastað. Þetta ætti ég auðvitað helst ekki að viðurkenna og allra síst fyrir konunni minni, sem virðist alltaf vita upp á hár hvar hún er staðsett. Það virðist engu skipta hvar í heiminum við erum stödd, inni í hvað stórborg eða í hvaða verslunarmiðstöð – alltaf virðist hún vita í hvaða átt við eigum að fara og hvar við lögðum bílnum. Ef ég á að segja eins og er, þá fer þetta svolítið í taugarnar á mér, þar sem ég hef það prinsipp (eins og aðrir karlmenn) að spyrja ekki til vegar. Á móti viðurkenni ég, í hljóði, að það getur verið gott að ferðast um heiminn með svona áttavita og hún nennir varla lengur að nudda mér upp úr þessu, blessunin. Eins og gengur og gerist þá verður fólk á vegi mínum sem spyr mig til vegar. Yfirleitt eru þetta ferðamenn sem ætla sér á tiltekinn veitingastað, verslun eða safn. Eins og góður þjóðfélagsþegn þá hika ég ekki við að vísa þeim stystu leiðina á staðinn sem þau eru spennt fyrir að heimsækja næst. Þetta á bæði við hér heima og erlendis, jafnvel þótt ég þekki lítið til staðarins og hafi einungis rambað fram hjá honum eða séð hann á korti. Ég tel mig alltaf þekkja leiðina. Ég leiði stundum hugann að því hvað varð eiginlega um þetta aumingja fólk og hver örlög þess urðu. Í hvers konar vandræðum lenti það eða tókst því að finna staðinn, þrátt fyrir leiðbeiningar mínar? Hversu mikið ætli það hafi blótað mér þegar það rann upp fyrir því að það hefði betur spurt einhvern annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki ratvís maður. Reyndar er ég alveg skelfilega áttavilltur og vel yfirleitt lengstu leiðina til þess að komast á áfangastað. Þetta ætti ég auðvitað helst ekki að viðurkenna og allra síst fyrir konunni minni, sem virðist alltaf vita upp á hár hvar hún er staðsett. Það virðist engu skipta hvar í heiminum við erum stödd, inni í hvað stórborg eða í hvaða verslunarmiðstöð – alltaf virðist hún vita í hvaða átt við eigum að fara og hvar við lögðum bílnum. Ef ég á að segja eins og er, þá fer þetta svolítið í taugarnar á mér, þar sem ég hef það prinsipp (eins og aðrir karlmenn) að spyrja ekki til vegar. Á móti viðurkenni ég, í hljóði, að það getur verið gott að ferðast um heiminn með svona áttavita og hún nennir varla lengur að nudda mér upp úr þessu, blessunin. Eins og gengur og gerist þá verður fólk á vegi mínum sem spyr mig til vegar. Yfirleitt eru þetta ferðamenn sem ætla sér á tiltekinn veitingastað, verslun eða safn. Eins og góður þjóðfélagsþegn þá hika ég ekki við að vísa þeim stystu leiðina á staðinn sem þau eru spennt fyrir að heimsækja næst. Þetta á bæði við hér heima og erlendis, jafnvel þótt ég þekki lítið til staðarins og hafi einungis rambað fram hjá honum eða séð hann á korti. Ég tel mig alltaf þekkja leiðina. Ég leiði stundum hugann að því hvað varð eiginlega um þetta aumingja fólk og hver örlög þess urðu. Í hvers konar vandræðum lenti það eða tókst því að finna staðinn, þrátt fyrir leiðbeiningar mínar? Hversu mikið ætli það hafi blótað mér þegar það rann upp fyrir því að það hefði betur spurt einhvern annan?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar