Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson skrifar 6. mars 2018 08:47 Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun