Borgin níðist áfram á öryrkjum Þórður Eyþórsson skrifar 6. mars 2018 11:08 Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar