Bein útsending: Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 16:00 Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu gegn Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/hanna Umræða um þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefst klukkan 16:30 í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hún er lögð fram vegna Landsréttarmálsins. Í tilkynningu frá Alþingi segir að fyrirkomulag umræðnanna verði eftirfarandi:Flokkur framsögumanns fær 15 mínúturFlokkur ráðherra fær 15 mínúturAðrir þingflokkar fá 12 mínúturAllir þingflokkar fá 3 mínútur í lok umræðunnar.Ræðutíma hvers þingflokks má skipta milli þingmanna hans.Almennt er reiknað með að hver þingflokkur hafi tvo ræðumenn í almennum umræðunum og verði þeim raðað í tvær umferðir.Samfylking hefur umræðuna, en Píratar eru fyrstir í síðari umferð.Atkvæðagreiðsla:Umræðan stendur þá í röskar tvær klukkustundir og korter; atkvæðagreiðsla gæti hafist rétt fyrir kl. 19. Í desember komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða miskabætur til tveggja umsækjenda af fjórum sem voru á meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta en ráðherra skipti út fyrir aðra þegar kom að því að skipa í réttinn. Hinir umsækjendurnir tveir sem einnig var skipt út hafa líka höfðað mál gegn ríkinu. Fylgjast má með beinni útsendingu frá umræðunum í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Umræða um þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefst klukkan 16:30 í dag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hún er lögð fram vegna Landsréttarmálsins. Í tilkynningu frá Alþingi segir að fyrirkomulag umræðnanna verði eftirfarandi:Flokkur framsögumanns fær 15 mínúturFlokkur ráðherra fær 15 mínúturAðrir þingflokkar fá 12 mínúturAllir þingflokkar fá 3 mínútur í lok umræðunnar.Ræðutíma hvers þingflokks má skipta milli þingmanna hans.Almennt er reiknað með að hver þingflokkur hafi tvo ræðumenn í almennum umræðunum og verði þeim raðað í tvær umferðir.Samfylking hefur umræðuna, en Píratar eru fyrstir í síðari umferð.Atkvæðagreiðsla:Umræðan stendur þá í röskar tvær klukkustundir og korter; atkvæðagreiðsla gæti hafist rétt fyrir kl. 19. Í desember komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða miskabætur til tveggja umsækjenda af fjórum sem voru á meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta en ráðherra skipti út fyrir aðra þegar kom að því að skipa í réttinn. Hinir umsækjendurnir tveir sem einnig var skipt út hafa líka höfðað mál gegn ríkinu. Fylgjast má með beinni útsendingu frá umræðunum í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13
Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14