Nú þurfa stjórnvöld að standa sig! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2018 07:00 Undanfarna daga hef ég fylgst með fréttaflutningi vegna hugsanlegrar uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sem sjúkraþjálfarar eru hluti af tók gildi 1. maí á síðasta ári. Nú níu mánuðum seinna er svo komið að fjármagn skortir og þá á úrræðið að vera að segja samningnum upp. Heilbrigðisráðherra hefur beðið SÍ að bíða með það þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu „til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum“ eins og segir á vef SÍ. Afsakið, vorum við ekki á annarri leið? Það verður sorgleg niðurstaða og ekkert annað en óyndisúrræði, verði ákveðið að takmarka möguleika fólks til sjúkraþjálfunar. Það sem gerðist þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi var að t.d. örorku- og ellilífeyrisþegar höfðu efni á sjúkraþjálfun og endurhæfingu og nýttu sér því þá heilsubót sem loksins var orðin valkostur fyrir marga. Aukningin hefði því ekki átt að koma á óvart. Viðurkennt er og vitað að sjúkraþjálfun er ódýr í samanburði við það sem gerist ef fólk neitar sér um þetta úrræði. Í ljósi þess ættu stjórnvöld að leggja ofuráherslu á að halda samningum við SÍ – án takmarkana, þar sem öruggt er að það mun skila sér í þjóðhagslegri hagkvæmni. Að ógleymdum þeim jákvæðu áhrifum sem úrræði á borð við þetta hefur á lífsgæði fólks. Ég hef verulegar áhyggjur af að stjórnvöld ákveði að takmarka aðgang að sjúkraþjálfun með afar slæmum afleiðingum fyrir þá sem þurfa á þessu að halda en hafa ekki efni á því nema með kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er grafalvarlegt mál því ef stjórnvöld ætla örorkulífeyrisþegum með skerta starfsgetu að fara í auknum mæli út í atvinnulífið hlýtur sjúkraþjálfun og endurhæfing að vera partur af því að fólk haldi heilsu til að sinna atvinnu. Eins og staðan er í dag eru skerðingar vegna atvinnutekna þannig að örorkulífeyrisþegi getur verið í þeirri stöðu að fá ekkert í vasann af laununum heldur renna launin beint til ríkisins í formi skatta og skerðinga. Örorkulífeyrisþeginn á því örugglega ekkert afgangs til að borga sjúkraþjálfun sem hann þó sannarlega þyrfti að nota til að geta haldið líkamlegri heilsu eins og kostur er. Dæmið er ekki flókið og skora ég á stjórnvöld að vera nú snjöll, marka afgerandi stefnu varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Það að takmarka ódýra þjónustu sem nýtist mörgum verður eingöngu til að búa til vaxandi þörf fyrir enn dýrari úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu.Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég fylgst með fréttaflutningi vegna hugsanlegrar uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sem sjúkraþjálfarar eru hluti af tók gildi 1. maí á síðasta ári. Nú níu mánuðum seinna er svo komið að fjármagn skortir og þá á úrræðið að vera að segja samningnum upp. Heilbrigðisráðherra hefur beðið SÍ að bíða með það þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu „til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, sbr. áform um samdrátt í ríkisútgjöldum“ eins og segir á vef SÍ. Afsakið, vorum við ekki á annarri leið? Það verður sorgleg niðurstaða og ekkert annað en óyndisúrræði, verði ákveðið að takmarka möguleika fólks til sjúkraþjálfunar. Það sem gerðist þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi var að t.d. örorku- og ellilífeyrisþegar höfðu efni á sjúkraþjálfun og endurhæfingu og nýttu sér því þá heilsubót sem loksins var orðin valkostur fyrir marga. Aukningin hefði því ekki átt að koma á óvart. Viðurkennt er og vitað að sjúkraþjálfun er ódýr í samanburði við það sem gerist ef fólk neitar sér um þetta úrræði. Í ljósi þess ættu stjórnvöld að leggja ofuráherslu á að halda samningum við SÍ – án takmarkana, þar sem öruggt er að það mun skila sér í þjóðhagslegri hagkvæmni. Að ógleymdum þeim jákvæðu áhrifum sem úrræði á borð við þetta hefur á lífsgæði fólks. Ég hef verulegar áhyggjur af að stjórnvöld ákveði að takmarka aðgang að sjúkraþjálfun með afar slæmum afleiðingum fyrir þá sem þurfa á þessu að halda en hafa ekki efni á því nema með kostnaðarþátttöku ríkisins. Þetta er grafalvarlegt mál því ef stjórnvöld ætla örorkulífeyrisþegum með skerta starfsgetu að fara í auknum mæli út í atvinnulífið hlýtur sjúkraþjálfun og endurhæfing að vera partur af því að fólk haldi heilsu til að sinna atvinnu. Eins og staðan er í dag eru skerðingar vegna atvinnutekna þannig að örorkulífeyrisþegi getur verið í þeirri stöðu að fá ekkert í vasann af laununum heldur renna launin beint til ríkisins í formi skatta og skerðinga. Örorkulífeyrisþeginn á því örugglega ekkert afgangs til að borga sjúkraþjálfun sem hann þó sannarlega þyrfti að nota til að geta haldið líkamlegri heilsu eins og kostur er. Dæmið er ekki flókið og skora ég á stjórnvöld að vera nú snjöll, marka afgerandi stefnu varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Það að takmarka ódýra þjónustu sem nýtist mörgum verður eingöngu til að búa til vaxandi þörf fyrir enn dýrari úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu.Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar