Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Birgir Olgeirsson, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. mars 2018 09:05 Frá vettvangi á Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Búið er að loka Ægisíðu við gatnamót Hofsvallagötu. Vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning sem hafi verið tekin alvarlega og hafi viðbúnaður lögreglu verið í samræmi við það. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu. Sérsveitin leiðir hér manninn út úr húsinu við Ægisíðu.Vísir/Egill Farið inn í hús við Ægissíðu Einn hinna fjögurra er karlmaður sem var handtekinn í íbúð við Ægisíðu á móts við bensínstöð N1 á ellefta tímanum í dag eftir mikinn viðbúnað lögreglu. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi.Lögregla hefur litlar upplýsingar veitt um aðgerðina en því var beint til fólks í nágrenninu, bæði starfsmanna veitingahússins Borðsins og leikskólans Ægisborgar, að halda sig innandyra á meðan aðgerð stóð.Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við.Sérsveitin tók yfir N1 við Ægisíðu og notaði sem aðgerðastöð á vettvangi.Vísir/EgillGrunur um fíkniefnasöluBlaðamaður Vísis varð vitni að því þegar hluti lögregluteymisins var í framhaldinu sendur niður á Ægissíðu. Þar var allt með kyrrum kjörum rétt fyrir klukkan níu en hálftíma síðar fjölgaði í liði lögreglu á vettvangi og var ákveðið að loka fyrir umferð um Ægissíðu.Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðinnar þar sem lítið annað kom fram en að hún stæði yfir og frekari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp. Að minnsta kosti einn sérsveitarmaður var vopnaður riffli og um klukkan hálf ellefu tóku fimm sérsveitarmenn sér stöðu á stigapallinum við húsið. Fóru þeir í framhaldinu inn og handtóku ungan karlmann. Var í framhaldinu farið með fíkniefnahund inn í íbúðina en nágrannar telja að fíkniefnasölumaður hafi búið í íbúðinni.Fréttin var uppfærð klukkan 11:04. Hér fyrir neðan má fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í Vaktinni á Vísi.
Lögreglumál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira