ÁTVR innsiglar loks tóbaksdósir eftir frávik Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Innsigli á tóbaksdósir mun tryggja öryggi neytenda. Vísir/Anton Neytendur ÁTVR ætlar að bregðast við tilkynningum frá kaupendum um „frávik“ á innihaldi neftóbaksdósa fyrirtækisins með því að setja loks á þær innsigli. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist vona að nýjar, öruggari dósir fyrir neytendur verði komnar á markað í vor. Sala og neysla á íslenska neftóbakinu hefur aukist nær árlega síðustu ár og nam salan á síðasta ári um 40 tonnum, sem jafngildir um 800 þúsund 50 gramma dósum. Meirihluti notenda setur tóbakið í vör. Vandamálið við dósirnar er hins vegar að þegar þær eru komnar í hendur smásala er ekkert innsigli á lokinu sem fullvissar neytendur um að ekki hafi verið átt við innihaldið, líkt og á flestri annarri neysluvöru. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að upp hafi komið fleiri en eitt tilfelli nýverið þar sem kaupendur hafa uppgötvað að búið sé að eiga við dósirnar sem keyptar hafa verið í búð og þær reynst hálftómar þegar heim var komið. Fréttablaðið hefur einnig staðfest dæmi um að dós reyndist átekin og malað kaffi hafi verið sett í staðinn til að láta það líta út eins og hún væri full. Dósin á meðfylgjandi mynd er dæmi um slíkt, þar sem enginn vafi lék á að um kaffi væri að ræða þegar lyktað var af, auk þess sem litar- og grófleikamismunur var á tóbakinu og kaffinu. Átt hafði verið við þessa dós og kaffi blandað út í tóbakið.Umrætt sinn reyndist þó aðeins um kaffi að ræða, en ekki eitthvað mun skaðlegra og uppgötvaðist þetta áður en þess var neytt. En leiðin er greið ef vilji er til. Nú ætlar ÁTVR loks að verða við ákalli áhyggjufullra neftóbaksnotenda og setja fiktvörn í formi innsiglis á dósirnar. „Verkefnið er í vinnslu og von er á að prófanir klárist mjög fljótlega. Stefnan er að innsiglaðar dósir verði komnar á markað í vor,“ segir Sigrún Ósk. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar frá kaupendum um frávik. Við höfum gert allt hjá okkur til að tryggja að varan fari rétt frá okkur.“ Sigrún segir ÁTVR vera heildsala á tóbaki og að heildsölueiningarnar fari innsiglaðar frá þeim. Þá sé ÁTVR með virkt gæðaeftirlit sem er ætlað að tryggja að rétt magn og innihald sé í smásölueiningunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Neytendur ÁTVR ætlar að bregðast við tilkynningum frá kaupendum um „frávik“ á innihaldi neftóbaksdósa fyrirtækisins með því að setja loks á þær innsigli. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist vona að nýjar, öruggari dósir fyrir neytendur verði komnar á markað í vor. Sala og neysla á íslenska neftóbakinu hefur aukist nær árlega síðustu ár og nam salan á síðasta ári um 40 tonnum, sem jafngildir um 800 þúsund 50 gramma dósum. Meirihluti notenda setur tóbakið í vör. Vandamálið við dósirnar er hins vegar að þegar þær eru komnar í hendur smásala er ekkert innsigli á lokinu sem fullvissar neytendur um að ekki hafi verið átt við innihaldið, líkt og á flestri annarri neysluvöru. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að upp hafi komið fleiri en eitt tilfelli nýverið þar sem kaupendur hafa uppgötvað að búið sé að eiga við dósirnar sem keyptar hafa verið í búð og þær reynst hálftómar þegar heim var komið. Fréttablaðið hefur einnig staðfest dæmi um að dós reyndist átekin og malað kaffi hafi verið sett í staðinn til að láta það líta út eins og hún væri full. Dósin á meðfylgjandi mynd er dæmi um slíkt, þar sem enginn vafi lék á að um kaffi væri að ræða þegar lyktað var af, auk þess sem litar- og grófleikamismunur var á tóbakinu og kaffinu. Átt hafði verið við þessa dós og kaffi blandað út í tóbakið.Umrætt sinn reyndist þó aðeins um kaffi að ræða, en ekki eitthvað mun skaðlegra og uppgötvaðist þetta áður en þess var neytt. En leiðin er greið ef vilji er til. Nú ætlar ÁTVR loks að verða við ákalli áhyggjufullra neftóbaksnotenda og setja fiktvörn í formi innsiglis á dósirnar. „Verkefnið er í vinnslu og von er á að prófanir klárist mjög fljótlega. Stefnan er að innsiglaðar dósir verði komnar á markað í vor,“ segir Sigrún Ósk. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar frá kaupendum um frávik. Við höfum gert allt hjá okkur til að tryggja að varan fari rétt frá okkur.“ Sigrún segir ÁTVR vera heildsala á tóbaki og að heildsölueiningarnar fari innsiglaðar frá þeim. Þá sé ÁTVR með virkt gæðaeftirlit sem er ætlað að tryggja að rétt magn og innihald sé í smásölueiningunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira