Eigendur bera kennsl á þýfi og meintir þjófar áfram í haldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Einkennandi hefur verið að þjófarnir brjótast inn baka til. Vísir/Pjetur „Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Fjórir menn hafa verið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast innbrotunum. Tveir menn voru í fyrradag úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald í fyrradag og til stóð að framlengja varðhald annarra tveggja í gær. Annar af fyrri tveimur er kominn í umsjón barnaverndaryfirvalda. Tveir úr þessum hópi eru ekki búsettir á Íslandi. „Þetta eru erlendir aðilar að hluta til,“ segir Skúli. Meðal þess sem tilheyri rannsókninni sé að afla upplýsinga um þessa menn erlendis frá. Lögreglan lagði hald á talsvert af munum úr fórum mannanna sem Skúli segir að svari til lýsinga úr nýlegum innbrotum. „Hluti af vinnunni núna er að bera kennsl á þessa hluti,“ segir hann og bendir á að tilkynnt hafi verið um innbrot á 64 stöðum. Nokkuð snúið getur verið að finna rétta eigendur að hverjum hlut. „Við finnum þetta ekki á vettvangi í Ziplock-pokum merkta húsunum. Það er búið að hræra öllu saman,“ útskýrir Skúli. Teknar séu myndir af þýfinu og haft samband við fólk. „Þekkir það sína muni eða ekki? Þetta er mikil vinna en það er ekki þannig að við séum með einhverja tugi kílóa af skartgripum – þetta er ekki meiriháttar flækja.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Fjórir menn hafa verið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast innbrotunum. Tveir menn voru í fyrradag úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald í fyrradag og til stóð að framlengja varðhald annarra tveggja í gær. Annar af fyrri tveimur er kominn í umsjón barnaverndaryfirvalda. Tveir úr þessum hópi eru ekki búsettir á Íslandi. „Þetta eru erlendir aðilar að hluta til,“ segir Skúli. Meðal þess sem tilheyri rannsókninni sé að afla upplýsinga um þessa menn erlendis frá. Lögreglan lagði hald á talsvert af munum úr fórum mannanna sem Skúli segir að svari til lýsinga úr nýlegum innbrotum. „Hluti af vinnunni núna er að bera kennsl á þessa hluti,“ segir hann og bendir á að tilkynnt hafi verið um innbrot á 64 stöðum. Nokkuð snúið getur verið að finna rétta eigendur að hverjum hlut. „Við finnum þetta ekki á vettvangi í Ziplock-pokum merkta húsunum. Það er búið að hræra öllu saman,“ útskýrir Skúli. Teknar séu myndir af þýfinu og haft samband við fólk. „Þekkir það sína muni eða ekki? Þetta er mikil vinna en það er ekki þannig að við séum með einhverja tugi kílóa af skartgripum – þetta er ekki meiriháttar flækja.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15
Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19