Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2018 08:00 Endurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. VÍSIR/VILHELM Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira