Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 12:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Vísir/Hanna Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. Fjármálaráðherra boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að laun þeirra sem sitja í kjararáði hefðu verið hækkuð í desember að tillögu ráðsins sjálfs um 7,3 prósent. Sú hækkun hafi miðast við hækkun launavísitölu frá árinu 2016 til 2017. „Launavísitala er mjög spes (sérstakt) mælitæki. Hækkun miðað við launavísitölu er hækkun umfram aðra,“ sagði Björn Leví. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem féllst á ósk kjararáðs í byrjun desember, hvort ekki væri eðlilegt að laun fólks á vinnumarkaði hækkaði einnig um 7,3 prósent og að laun þingmanna og ráðherra tækju einnig mið af launavísitölu. „Ég held að ef væri gáð kæmi í ljós að tímagjald sem ríkið er almennt að greiða fyrir sérfræðiþjónustu liggi einhvers staðar á þessu bili sem kjararáðs meðlimir hafa haft í tímagjald í verktöku,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði sjálfsagt að ræða við þingið um taxta fjármálaráðuneytinsins fyrir veitta sérfræðiþjónustu. Hvað varðaði breytingar á launum þingmanna og ráðherra litist honum hins vegar betur á tillögur nefndar um breytingar á þeim málum en að miðað yrði við launavísitölu. „Háttvirtur þingmaður fær mig ekki til að koma með nýjar útfærslur á því með hvaða hætti eigi að taka ákvarðanir um þessi efni fyrir þingmenn eða ráðherra. Við höfum gert grein fyrir því að við hyggjumst fylgja eftir þeirri niðurstöðu sem birtist í nýrri skýrslu um þessi efni. Ég vinn að frumvarpi til breytinga á lögum í samræmi við þá niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. Fjármálaráðherra boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að laun þeirra sem sitja í kjararáði hefðu verið hækkuð í desember að tillögu ráðsins sjálfs um 7,3 prósent. Sú hækkun hafi miðast við hækkun launavísitölu frá árinu 2016 til 2017. „Launavísitala er mjög spes (sérstakt) mælitæki. Hækkun miðað við launavísitölu er hækkun umfram aðra,“ sagði Björn Leví. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem féllst á ósk kjararáðs í byrjun desember, hvort ekki væri eðlilegt að laun fólks á vinnumarkaði hækkaði einnig um 7,3 prósent og að laun þingmanna og ráðherra tækju einnig mið af launavísitölu. „Ég held að ef væri gáð kæmi í ljós að tímagjald sem ríkið er almennt að greiða fyrir sérfræðiþjónustu liggi einhvers staðar á þessu bili sem kjararáðs meðlimir hafa haft í tímagjald í verktöku,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði sjálfsagt að ræða við þingið um taxta fjármálaráðuneytinsins fyrir veitta sérfræðiþjónustu. Hvað varðaði breytingar á launum þingmanna og ráðherra litist honum hins vegar betur á tillögur nefndar um breytingar á þeim málum en að miðað yrði við launavísitölu. „Háttvirtur þingmaður fær mig ekki til að koma með nýjar útfærslur á því með hvaða hætti eigi að taka ákvarðanir um þessi efni fyrir þingmenn eða ráðherra. Við höfum gert grein fyrir því að við hyggjumst fylgja eftir þeirri niðurstöðu sem birtist í nýrri skýrslu um þessi efni. Ég vinn að frumvarpi til breytinga á lögum í samræmi við þá niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00
Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33