Fyrsta alþjóðamótið í slembiskák til heiðurs Fischer í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:45 Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan. Skák Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan.
Skák Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira