Grímseyingar fengu svefnfrið í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2018 10:36 Stærð skjálftanna hefur farið minnkandi. Mynd/Veðurstofa Íslands Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjarskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. „Það er enn að skjálfa en það virðist vera smá rénun miðað við gærdaginn,“ segir Hildur María Friðriksdóttir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það lýsir sér í því að stærðin á skjálftunum er að minnka.“ Í gær mældust fjölmargir skjálftar yfir þrjú stig en stærsti skjálftinn var upp úr klukkan hálfsex í gærmorgun og var 5,2 að stærð. Skjálftavirknin hefur haldið áfram í morgun en á lista Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta síðustu 48 klukkustundirnar má sjá að enginn skjálfti hefur náð yfir þrjú stig frá því í gærkvöldi. „Það getur allt gerst en við erum að vonast til þess að þetta haldi áfram að róast,“ segir Hildur.Stærsti skjálftinn reið yfir í gær, 5.2 stig.Vísir/PjeturFjarlægðu muni úr hillum„Það er búið að vera mjög rólegt,“ segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja í samtali við Vísi. Frá því á sunnudag hafa alls orðið um 1500 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, flestir um og yfir eitt stig og segir Jóhannes að miðað við gærdaginn líti út fyrir að jarðskjálftahrinan sé að róast. „Maður allavega svaf þetta af sér í nótt. Við fundum aðeins fyrir þessu í gærkvöldi en þetta hefur verið voða meinlaust,“ segir Jóhannes. Viðlagatryggingar minntu Grímseyinga sem og aðra á skjálftasvæðum að mikilvægt væri að koma þungum munum úr hillum en þeir væru líklegastir til að valda skaða í stórum skjálftum. Jóhannes segir að Grímseyingar hafi farið að þessum ráðum í gær. „Við vorum að taka hluti þar sem fólk sefur svo það væri ekki með eitthvað hangandi yfir sér. Þetta er það sem er verið að mælast til í öryggisskyni. Fólk fer að huga að þessu þegar svona læti er,“ segir Jóhannes sem vonar að það versta sé um garð gengið. „Við förum að sjá hvort þetta sé ekki að fara verða búið en það eru allir mjög rólegir hérna og við vonum bara að þetta sé að ganga um garð.“ Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjarskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu. „Það er enn að skjálfa en það virðist vera smá rénun miðað við gærdaginn,“ segir Hildur María Friðriksdóttir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það lýsir sér í því að stærðin á skjálftunum er að minnka.“ Í gær mældust fjölmargir skjálftar yfir þrjú stig en stærsti skjálftinn var upp úr klukkan hálfsex í gærmorgun og var 5,2 að stærð. Skjálftavirknin hefur haldið áfram í morgun en á lista Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta síðustu 48 klukkustundirnar má sjá að enginn skjálfti hefur náð yfir þrjú stig frá því í gærkvöldi. „Það getur allt gerst en við erum að vonast til þess að þetta haldi áfram að róast,“ segir Hildur.Stærsti skjálftinn reið yfir í gær, 5.2 stig.Vísir/PjeturFjarlægðu muni úr hillum„Það er búið að vera mjög rólegt,“ segir Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyja í samtali við Vísi. Frá því á sunnudag hafa alls orðið um 1500 skjálftar á Tjörnesbrotabeltinu, flestir um og yfir eitt stig og segir Jóhannes að miðað við gærdaginn líti út fyrir að jarðskjálftahrinan sé að róast. „Maður allavega svaf þetta af sér í nótt. Við fundum aðeins fyrir þessu í gærkvöldi en þetta hefur verið voða meinlaust,“ segir Jóhannes. Viðlagatryggingar minntu Grímseyinga sem og aðra á skjálftasvæðum að mikilvægt væri að koma þungum munum úr hillum en þeir væru líklegastir til að valda skaða í stórum skjálftum. Jóhannes segir að Grímseyingar hafi farið að þessum ráðum í gær. „Við vorum að taka hluti þar sem fólk sefur svo það væri ekki með eitthvað hangandi yfir sér. Þetta er það sem er verið að mælast til í öryggisskyni. Fólk fer að huga að þessu þegar svona læti er,“ segir Jóhannes sem vonar að það versta sé um garð gengið. „Við förum að sjá hvort þetta sé ekki að fara verða búið en það eru allir mjög rólegir hérna og við vonum bara að þetta sé að ganga um garð.“
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05
Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31