Göngum við í takt? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. febrúar 2018 09:57 Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun