Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 13:20 Læknarnir segjast margir hafa neitað að taka þátt í umskurði samvisku sinnar vegna við mismikinn skilning. Vísir/Getty Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna frumvarpi sem miðast við að leggja bann við umskurði drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Í yfirlýsingunni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé ekki flókið að mati læknanna. „Allar aðgerðir, sama hversu tæknilega einfalt er að framkvæma þær, hafa mögulega fylgikvilla sem ber að vega móti ávinningi þeirra. Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu um yfirlýsinguna segir að íslenskir læknar hafi margir unnið í Evrópu, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Þónokkrir hafa hafa tekið á móti ungum drengjum með fylgikvilla eftir umskurð á borð við sýkingar, blæðingar eða vefjadrep. Jafnvel þannig ástatt með að tvísýnt væri um horfur. Aðrir hafa lýst upplifun sinni af sársauka nýbura þar sem afar skyn-næmur vefur er skorinn burt án deyfingar. Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. Í tilkynningunni kemur fram að hátt á fimmta hundruð undirskriftir hafi safnast á 48 klukkustundum. Læknarnir sem rita nafn sitt við þessa yfirlýsingu segjast taka heilshugar undir niðurstöður kollega okkar sem birtust í tímariti bandarísku barnalæknasamtakanna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: “Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða. Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna frumvarpi sem miðast við að leggja bann við umskurði drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Í yfirlýsingunni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé ekki flókið að mati læknanna. „Allar aðgerðir, sama hversu tæknilega einfalt er að framkvæma þær, hafa mögulega fylgikvilla sem ber að vega móti ávinningi þeirra. Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu um yfirlýsinguna segir að íslenskir læknar hafi margir unnið í Evrópu, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Þónokkrir hafa hafa tekið á móti ungum drengjum með fylgikvilla eftir umskurð á borð við sýkingar, blæðingar eða vefjadrep. Jafnvel þannig ástatt með að tvísýnt væri um horfur. Aðrir hafa lýst upplifun sinni af sársauka nýbura þar sem afar skyn-næmur vefur er skorinn burt án deyfingar. Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. Í tilkynningunni kemur fram að hátt á fimmta hundruð undirskriftir hafi safnast á 48 klukkustundum. Læknarnir sem rita nafn sitt við þessa yfirlýsingu segjast taka heilshugar undir niðurstöður kollega okkar sem birtust í tímariti bandarísku barnalæknasamtakanna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: “Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða.
Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48