Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 19:30 Forsvarsmaður stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, sakar demókrata og fjölmiðla um að notfæra sér fjöldamorð í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku til að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Fullyrti hann að demókratar „hati einstaklingsfrelsi“. NRA fékk heila klukkustund til þess að lýsa afstöðu sinni á fjölmennri ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum, CPAC, í dag. Þar fór Wayne LaPierre, formaður NRA, mikinn og varaði byssueigendur við því að nú ætti að hrifsa af þeim byssurnar. Sakaði hann „elítuna“ um að vera sama um skólakerfið og nemendur. Fyrir þeim væru skotárásir pólitík en ekki spurning um öryggi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þeim er meira annt um völd og meira af þeim. Markmið þeirra er að útrýma öðrum viðaukanum [við stjórnarskrá Bandaríkjanna] og byssufrelsið okkar svo að þeir geti upprætt allt einstaklingsfrelsi,“ sagði LaPierre en annar viðauki stjórnarskrárinnar hefur síðustu áratugina verið túlkaður þannig að hann gefi almenningi rétt til að bera og eiga skotvopn. LaPierre réðst einnig að þeim sem hann kallaði „sósíalista að evrópskri fyrirmynd“ sem krefjist aukins eftirlits með skotvopnum. Varaði hann við uppgangi kommúnisma í bandarískum háskólum og lýsti sósíalisma sem „pólitískum sjúkdómi“, að því er segir í frétt The Guardian.Telur engan mun á skólum og herstöðvum Mikil umræða hefur blossað upp um skotvopnalöggjöfina eftir að ungur maður myrti sautján manns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á Valentínusardaginn, 14. febrúar. Nemendur sem lifðu árásina hafa talað opinskátt um þörfina á að herða byssulöggjöfina til að koma í veg fyrir að harmleikir af þessu tagi endurtaki sig. LaPierre tók undir hugmyndir Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir sem forsetinn lýsti á fundi með nemendum og foreldrum barna sem létust í skotárásinni í Hvíta húsinu í gær. Lofaði LaPierre því að NRA myndi aðstoða bandaríska skóla með öryggi án endurgjalds. Trump sjálfur gekk enn lengra á fundi með löggæslufulltrúum í Hvíta húsinu í dag. Þar gerði hann að því skóna að hervæða þyrfti skóla í Bandaríkjunum og sagði engan grundvallarmun á þeim og herstöðvum. Hugmynd hans um að vopna kennara væri þar að auki ódýrari en að ráða vopnaða öryggisverði í skóla. „Við verðum að gera skólana harðgerari, ekki mýkri. Svæði án byssna fyrir morðingja eða einhvern sem vill vera morðingi er eins og að fara að fá sér ís,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti við að landsmenn þyrftu að „verða klókir“ með svæði þar sem byssur eru ekki leyfðar.TRUMP: "We have to harden our schools, not soften them up. A gun free zone to a killer or somebody that wants to be a killer, that is like going in for ice cream."Calls for "hardened schools" and arming teachers. pic.twitter.com/RcqN6AdvS2— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2018 Sakaði fjölmiðla um að „elska“ fjöldamorð Talsmenn NRA á ráðstefnu íhaldsmannanna voru þó ekki hættir. LaPierre gagnrýndi alríkislögregluna FBI harðlega og kallaði stjórnendur hennar „stjórnlausa“. Endurómaði LaPierre þar árásir Trump og fleiri repúblikana á FBI sem hefur virst ætlað að grafa undan rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Þá fullyrti Dana Loesch, talskona NRA, sem einnig ávarpaði ráðstefnuna að meginstraumsfjölmiðlar í Bandaríkjunum „elskuðu“ fjöldamorð með skotvopnum. „Ég er ekki að segja að þið elskið harmleikinn en ég er að segja að þið elskið áhorfið. Grátandi hvítar mæður eru áhorfsgull,“ sagði Loesch og beindi orðum sínum að fjölmiðlum í salnum. Loesch hefur áður vakið athygli fyrir hatrammar árásir á fjölmiðla. Þannig kom hún fram í myndböndum fyrir samtökin þar sem hún hótaði dagblaðinu New York Times meðal annars og sagði blaðið í „leysimiði“ samtakanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Forsvarsmaður stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, sakar demókrata og fjölmiðla um að notfæra sér fjöldamorð í framhaldsskóla á Flórída í síðustu viku til að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Fullyrti hann að demókratar „hati einstaklingsfrelsi“. NRA fékk heila klukkustund til þess að lýsa afstöðu sinni á fjölmennri ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum, CPAC, í dag. Þar fór Wayne LaPierre, formaður NRA, mikinn og varaði byssueigendur við því að nú ætti að hrifsa af þeim byssurnar. Sakaði hann „elítuna“ um að vera sama um skólakerfið og nemendur. Fyrir þeim væru skotárásir pólitík en ekki spurning um öryggi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þeim er meira annt um völd og meira af þeim. Markmið þeirra er að útrýma öðrum viðaukanum [við stjórnarskrá Bandaríkjanna] og byssufrelsið okkar svo að þeir geti upprætt allt einstaklingsfrelsi,“ sagði LaPierre en annar viðauki stjórnarskrárinnar hefur síðustu áratugina verið túlkaður þannig að hann gefi almenningi rétt til að bera og eiga skotvopn. LaPierre réðst einnig að þeim sem hann kallaði „sósíalista að evrópskri fyrirmynd“ sem krefjist aukins eftirlits með skotvopnum. Varaði hann við uppgangi kommúnisma í bandarískum háskólum og lýsti sósíalisma sem „pólitískum sjúkdómi“, að því er segir í frétt The Guardian.Telur engan mun á skólum og herstöðvum Mikil umræða hefur blossað upp um skotvopnalöggjöfina eftir að ungur maður myrti sautján manns í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland á Flórída á Valentínusardaginn, 14. febrúar. Nemendur sem lifðu árásina hafa talað opinskátt um þörfina á að herða byssulöggjöfina til að koma í veg fyrir að harmleikir af þessu tagi endurtaki sig. LaPierre tók undir hugmyndir Donalds Trump forseta um að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir sem forsetinn lýsti á fundi með nemendum og foreldrum barna sem létust í skotárásinni í Hvíta húsinu í gær. Lofaði LaPierre því að NRA myndi aðstoða bandaríska skóla með öryggi án endurgjalds. Trump sjálfur gekk enn lengra á fundi með löggæslufulltrúum í Hvíta húsinu í dag. Þar gerði hann að því skóna að hervæða þyrfti skóla í Bandaríkjunum og sagði engan grundvallarmun á þeim og herstöðvum. Hugmynd hans um að vopna kennara væri þar að auki ódýrari en að ráða vopnaða öryggisverði í skóla. „Við verðum að gera skólana harðgerari, ekki mýkri. Svæði án byssna fyrir morðingja eða einhvern sem vill vera morðingi er eins og að fara að fá sér ís,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti við að landsmenn þyrftu að „verða klókir“ með svæði þar sem byssur eru ekki leyfðar.TRUMP: "We have to harden our schools, not soften them up. A gun free zone to a killer or somebody that wants to be a killer, that is like going in for ice cream."Calls for "hardened schools" and arming teachers. pic.twitter.com/RcqN6AdvS2— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2018 Sakaði fjölmiðla um að „elska“ fjöldamorð Talsmenn NRA á ráðstefnu íhaldsmannanna voru þó ekki hættir. LaPierre gagnrýndi alríkislögregluna FBI harðlega og kallaði stjórnendur hennar „stjórnlausa“. Endurómaði LaPierre þar árásir Trump og fleiri repúblikana á FBI sem hefur virst ætlað að grafa undan rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. Þá fullyrti Dana Loesch, talskona NRA, sem einnig ávarpaði ráðstefnuna að meginstraumsfjölmiðlar í Bandaríkjunum „elskuðu“ fjöldamorð með skotvopnum. „Ég er ekki að segja að þið elskið harmleikinn en ég er að segja að þið elskið áhorfið. Grátandi hvítar mæður eru áhorfsgull,“ sagði Loesch og beindi orðum sínum að fjölmiðlum í salnum. Loesch hefur áður vakið athygli fyrir hatrammar árásir á fjölmiðla. Þannig kom hún fram í myndböndum fyrir samtökin þar sem hún hótaði dagblaðinu New York Times meðal annars og sagði blaðið í „leysimiði“ samtakanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. 22. febrúar 2018 10:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36