Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 08:21 Svona mun hluti íbúðaklasans koma til með að líta út. Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu frá Bjargi að um sé að ræða fyrsta byggingarverkefni félagsins en að það áformi umfangsmiklar framkvæmdir á næstunni. Íslenskir aðalverktakar munu sjá um byggingu fjölbýlishúsanna í Spönginni, Verkfræðistofan Mannvit sér um verkfræðihönnun og arkitekt er Yrki arkitektar. „Við hjá Bjargi fögnum þessum mikilvæga áfanga. Næstu skóflustungur bíða okkar handan hornsins og krefjandi verkefni framundan hjá félaginu,“ er haft eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, í tilkynningunni.Svona munu byggingarnar líta út úr lofti.Félagið reiknar með að 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá Bjargi í lok árs þessa árs og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verði meðal annars í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri. Þá segist félagið eiga í viðræðum við sveitafélög víðar á landinu. Næstu byggingarframkvæmdir, á eftir Móavegi, hefjast svo í apríl við Urðarbrunn í Úlfarsársdal en þar verða byggðar 83 íbúðir. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní 2019 og fyrstu íbúðirnar í Úlfarsársdal skömmu síðar.155 íbúðir verða í klasanum.Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ, segir skóflustunguna í dag því byrjunina á gríðarstóru verkefni. „Íbúðafélagið Bjarg mun hefja byggingu og hönnun 600 íbúða á þessu ári og alls klára um 1.500 íbúðir á næstu fjórum árum. Þetta er mikilvægt átak í húsnæðismálum þeirra tekjulægstu og mun að auki stuðla að lækkun leiguverðs á almennum markaði með því að draga úr eftirspurn. ASÍ er stolt af því að hafa komið þessu verkefni af stað,” er haft eftir Gylfa. Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, fagnar því í sömu tilkynningu þessum stóra áfanga sem skóflustungan markar í hennar huga.„Það er gleðilegt að sjá samtakamátt verkalýðshreyfingarinnar virkjaðan til að taka á brýnum vanda á húsnæðismarkaði, vanda sem margir okkar félagar þekkja allt of vel. Við þurfum að halda vel á spöðunum svo uppbyggingin verði hröð og sem flestir fái öruggt þak yfir höfuðið sem fyrst.“ Skipulag Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu frá Bjargi að um sé að ræða fyrsta byggingarverkefni félagsins en að það áformi umfangsmiklar framkvæmdir á næstunni. Íslenskir aðalverktakar munu sjá um byggingu fjölbýlishúsanna í Spönginni, Verkfræðistofan Mannvit sér um verkfræðihönnun og arkitekt er Yrki arkitektar. „Við hjá Bjargi fögnum þessum mikilvæga áfanga. Næstu skóflustungur bíða okkar handan hornsins og krefjandi verkefni framundan hjá félaginu,“ er haft eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, í tilkynningunni.Svona munu byggingarnar líta út úr lofti.Félagið reiknar með að 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá Bjargi í lok árs þessa árs og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verði meðal annars í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri. Þá segist félagið eiga í viðræðum við sveitafélög víðar á landinu. Næstu byggingarframkvæmdir, á eftir Móavegi, hefjast svo í apríl við Urðarbrunn í Úlfarsársdal en þar verða byggðar 83 íbúðir. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní 2019 og fyrstu íbúðirnar í Úlfarsársdal skömmu síðar.155 íbúðir verða í klasanum.Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ, segir skóflustunguna í dag því byrjunina á gríðarstóru verkefni. „Íbúðafélagið Bjarg mun hefja byggingu og hönnun 600 íbúða á þessu ári og alls klára um 1.500 íbúðir á næstu fjórum árum. Þetta er mikilvægt átak í húsnæðismálum þeirra tekjulægstu og mun að auki stuðla að lækkun leiguverðs á almennum markaði með því að draga úr eftirspurn. ASÍ er stolt af því að hafa komið þessu verkefni af stað,” er haft eftir Gylfa. Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, fagnar því í sömu tilkynningu þessum stóra áfanga sem skóflustungan markar í hennar huga.„Það er gleðilegt að sjá samtakamátt verkalýðshreyfingarinnar virkjaðan til að taka á brýnum vanda á húsnæðismarkaði, vanda sem margir okkar félagar þekkja allt of vel. Við þurfum að halda vel á spöðunum svo uppbyggingin verði hröð og sem flestir fái öruggt þak yfir höfuðið sem fyrst.“
Skipulag Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira