Sagan endurtekur sig Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Síðari heimsstyrjöldinni er að ljúka og víða sjást auglýsingar með læknum og tannlæknum sem skarta sígarettum. Háls-, nef- og eyrnalæknir segir okkur að gefa hálsinum frí með því að reykja ferskar CAMEL sígarettur og tannlæknir mælir með VICEROYS. Markaðssetning sér til þess að árið 1967 reykja allt að 60% landsmanna og það þykir sjálfsagt að reykja innan um ungbörn, á spítölum og í flugvélum. Eftir hálfrar aldar baráttu erum við nú með eina lægstu tíðni í Evrópu. Um 10% fullorðinna reykja þessa skaðlegu vöru sem drepur helming neytenda hennar. En miðað við síðustu misseri er engu líkara en við séum að endurlifa nýtt reykingaæði með tilkomu rafsígaretta. Markaðssetning þeirra er þó með öðrum og dulbúnari hætti í formi samfélagsmiðla og ekki alltaf sýnileg okkur foreldrunum. Fjórðungur fermingarbarna hefur prófað rafsígarettur og helmingur menntaskólanema. Rafsígarettur eru orðnar svo algengar að það þykir orðið sjálfsagt að maður gangi innan um reykský. Því er ekki annað hægt en að fagna frumvarpi heilbrigðisráðherra um hömlur á sölu og útbreiðslu rafsígaretta. Líkt og hagsmunaaðilar börðust hart gegn hömlum á sölu sígaretta hér áður fyrr má búast við að frumvarp um rafsígarettur fái mikinn mótbyr. Þá er gott að hafa hugfast að meginmálið snýst ekki um hvort fullorðnir geti nálgast rafsígarettur til að hætta að reykja – það verður séð til þess – heldur snýst þetta um að rafsígarettur innihalda skaðleg efni og að börn eiga ekki að vera auðveld bráð þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Síðari heimsstyrjöldinni er að ljúka og víða sjást auglýsingar með læknum og tannlæknum sem skarta sígarettum. Háls-, nef- og eyrnalæknir segir okkur að gefa hálsinum frí með því að reykja ferskar CAMEL sígarettur og tannlæknir mælir með VICEROYS. Markaðssetning sér til þess að árið 1967 reykja allt að 60% landsmanna og það þykir sjálfsagt að reykja innan um ungbörn, á spítölum og í flugvélum. Eftir hálfrar aldar baráttu erum við nú með eina lægstu tíðni í Evrópu. Um 10% fullorðinna reykja þessa skaðlegu vöru sem drepur helming neytenda hennar. En miðað við síðustu misseri er engu líkara en við séum að endurlifa nýtt reykingaæði með tilkomu rafsígaretta. Markaðssetning þeirra er þó með öðrum og dulbúnari hætti í formi samfélagsmiðla og ekki alltaf sýnileg okkur foreldrunum. Fjórðungur fermingarbarna hefur prófað rafsígarettur og helmingur menntaskólanema. Rafsígarettur eru orðnar svo algengar að það þykir orðið sjálfsagt að maður gangi innan um reykský. Því er ekki annað hægt en að fagna frumvarpi heilbrigðisráðherra um hömlur á sölu og útbreiðslu rafsígaretta. Líkt og hagsmunaaðilar börðust hart gegn hömlum á sölu sígaretta hér áður fyrr má búast við að frumvarp um rafsígarettur fái mikinn mótbyr. Þá er gott að hafa hugfast að meginmálið snýst ekki um hvort fullorðnir geti nálgast rafsígarettur til að hætta að reykja – það verður séð til þess – heldur snýst þetta um að rafsígarettur innihalda skaðleg efni og að börn eiga ekki að vera auðveld bráð þeirra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar