Sveitarfélögum heimilt að taka gjald fyrir nagladekk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Meðal nýmæla í frumvarpsdrögunum er skýrari rammi um hjólreiðar og hvernig hjólreiðamönnum beri að haga sér í umferðinni. Vísir/Stefán Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Heimilt verður að ákveða hraðamörk allt að 110 km/klst. ef akstursstefnur eru aðgreindar samkvæmt drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga. Í athugasemdum með greininni segir að fyrst og fremst sé þar litið til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega líkt og þekkist á hluta Hellisheiðar og á Reykjanesbrautinni. Frumvarpsdrögin voru lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Meðal nýmæla í drögunum er skýrari rammi um hjólreiðar, sérstakar akreinar fyrir hjólreiðamenn og hvernig þeim beri að haga sér í umferðinni. Þá er lagt til blátt bann við hvers kyns notkun farsíma, snjalltækja eða annarra raftækja sem gætu truflað akstur. Áður var aðeins bannað að tala í farsíma. Ákvæðið kemur einnig til með að gilda um reiðhjól. Notkun verður áfram heimil með hjálp handfrjáls búnaðar. Verði drögin óbreytt að lögum verður sveitarfélögum heimilt að leggja á sérstakt gjald, allt að 20 þúsund krónur, á bifreiðar sem aka á nagladekkjum innan marka þess. Lagt er til að ökumenn sem aka inn á slíkt svæði geti keypt leyfi fyrir einstakt skipti. Þá verður heimild fyrir sveitarfélög til að loka götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Að auki er lagt til að gjald fyrir einkanúmer hækki úr 25 þúsundum í 50 þúsund og, að unglingur sem ekki hefur hlotið ökuleyfi geti verið tímabundið sviptur réttindum til að öðlast slíkt leyfi. Þá er lagt til að komi í ljós við læknisskoðun eitthvað sem getur skert ökuhæfni verði lækni gert að tilkynna það til Samgöngustofu. Þá er lagt til að mælist ökutæki á of miklum hraða í hraðamyndavél en hraðinn sé það lítill að ekki fáist punktur í ökuferilskrá, skuli eigandi þess borga sektina en ekki ökumaðurinn. Hægt verður að gera athugasemdir við drögin á samráðsvefnum til 16. mars næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira