Lagabreytingatillögum frestað til næsta ársþings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2018 09:00 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Vísir Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira