Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis, í flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð: Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð:
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15