Í viðjum kerfis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið.