Algarve-hópurinn: Berglind Björg ekki með Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2018 13:30 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. vísir/ernir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem tekur þátt í hinu árlega Algarve-móti í Portúgal. Þetta mót er eitt sterkasta æfingamót heims á hverju ári en þarna hafa stelpurnar okkar spilað síðan árið 2007. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir lokasprett undankeppni HM 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Verona á Ítalíu, er ekki í hópnum en Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir, sem voru nýliðar í síðasta hóp, halda sætum sínum og fara með til Portúgal. Berglind er á milli félags þessa stundina eftir deilu við Verona. Sigrún Ella Einarsdóttir, leikmaður Fiorentina á Ítalíu, er í hópnum en hún spilaði síðast landsleiki sumarið 2014 í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið er í mjög sterkum C-riðli með Evrópumeisturum Hollands, silfurliði Danmerkur og Japan sem lék til úrslita á HM í Kanada 2015. Fyrsti leikur stelpnanna okkar verður á móti Dönum 28. febrúar en svo mætir Ísland liði Japan 2. mars áður en kemur að lokaleik riðilsins á móti Hollandi 5. mars.Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, verður ekki á hliðarlínunni í leiknum um sæti sem kemur á eftir riðlakeppninni því hann verður að mæta til Danmerkur þar sem hann er að taka UEFA Pro-leyfið. Skyldumæting er á námskeiðið og fellur Freyr ef hann fer ekki.Íslenski hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, BreiðablikiVarnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Sif Atladóttir, Kristianstad Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengård Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården Hallbera Guðný Gísladóttir, Val Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Guðný Árnadóttir, FH Selma Sól Magnúsdóttir, BreiðablikiMiðjumenn: Rakel Hönnudóttir, LB07 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg Sandra María Jessen, Slavia Prag Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik Sigrún Ella Einarsdóttir, Fiorentina Sóknarmenn: Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Agla María Albertsdóttir, Stjarnan Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa Hlín Eiríksdóttir, ValÍslenski hópurinn.ksí Íslenski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem tekur þátt í hinu árlega Algarve-móti í Portúgal. Þetta mót er eitt sterkasta æfingamót heims á hverju ári en þarna hafa stelpurnar okkar spilað síðan árið 2007. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir lokasprett undankeppni HM 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Verona á Ítalíu, er ekki í hópnum en Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir, sem voru nýliðar í síðasta hóp, halda sætum sínum og fara með til Portúgal. Berglind er á milli félags þessa stundina eftir deilu við Verona. Sigrún Ella Einarsdóttir, leikmaður Fiorentina á Ítalíu, er í hópnum en hún spilaði síðast landsleiki sumarið 2014 í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið er í mjög sterkum C-riðli með Evrópumeisturum Hollands, silfurliði Danmerkur og Japan sem lék til úrslita á HM í Kanada 2015. Fyrsti leikur stelpnanna okkar verður á móti Dönum 28. febrúar en svo mætir Ísland liði Japan 2. mars áður en kemur að lokaleik riðilsins á móti Hollandi 5. mars.Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, verður ekki á hliðarlínunni í leiknum um sæti sem kemur á eftir riðlakeppninni því hann verður að mæta til Danmerkur þar sem hann er að taka UEFA Pro-leyfið. Skyldumæting er á námskeiðið og fellur Freyr ef hann fer ekki.Íslenski hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, BreiðablikiVarnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Sif Atladóttir, Kristianstad Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengård Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården Hallbera Guðný Gísladóttir, Val Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Guðný Árnadóttir, FH Selma Sól Magnúsdóttir, BreiðablikiMiðjumenn: Rakel Hönnudóttir, LB07 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg Sandra María Jessen, Slavia Prag Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik Sigrún Ella Einarsdóttir, Fiorentina Sóknarmenn: Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Agla María Albertsdóttir, Stjarnan Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa Hlín Eiríksdóttir, ValÍslenski hópurinn.ksí
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira