Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Fréttablaðiið Enn á ný er skotvopnaeign í deiglunni í Bandaríkjunum eftir tíundu mannskæðu skólaskotárás undanfarins hálfs árs. Sautján létust þegar hinn nítján ára Nikolas Kruz réðst á fyrrverandi samnemendur sína í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída á miðvikudag. Líkt og áður benda Repúblikanar á geðheilsuvanda en Demókratar telja mikla byssueign og of frjálslynda löggjöf ástæðu áratugalangs morðfaraldurs. „Svo margt bendir til þess að árásarmaðurinn í Flórída hafi átt við andleg veikindi að stríða. Hann var meðal annars rekinn úr skóla fyrir slæma hegðun. Nágrannar og samnemendur vissu að hann var til vandræða. Slíkt verður að tilkynna yfirvöldum,“ tísti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Flórída, sagði of snemmt að ræða um hvort þrengri skotvopnalöggjöf hefði komið í veg fyrir árásina. „Það verður að kynna sér staðreyndir málsins áður en maður stekkur til og talar um löggjöf sem maður heldur að hefði komið í veg fyrir svona harmleik.“ Þetta féllst Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Connecticut, ekki á. „Ekki segja mér að það sé ekki rétti tíminn til að ræða byssuofbeldið. Ef þú sem stjórnmálamaður aðhefst ekkert þá ertu samsekur.“ Alríkislögreglan (FBI) staðfesti í gær að henni hefði verið gert viðvart um Cruz áður en árásin átti sér stað. Hann hefði í fyrra til að mynda skrifað eftirfarandi ummæli á YouTube: „Ég ætla að verða atvinnumaður í skólaskotárásum.“ Málið hafi verið rannsakað en ekki hafi tekist að bera kennsl á þann sem skrifaði ummælin fyrr en nú. Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Enn á ný er skotvopnaeign í deiglunni í Bandaríkjunum eftir tíundu mannskæðu skólaskotárás undanfarins hálfs árs. Sautján létust þegar hinn nítján ára Nikolas Kruz réðst á fyrrverandi samnemendur sína í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída á miðvikudag. Líkt og áður benda Repúblikanar á geðheilsuvanda en Demókratar telja mikla byssueign og of frjálslynda löggjöf ástæðu áratugalangs morðfaraldurs. „Svo margt bendir til þess að árásarmaðurinn í Flórída hafi átt við andleg veikindi að stríða. Hann var meðal annars rekinn úr skóla fyrir slæma hegðun. Nágrannar og samnemendur vissu að hann var til vandræða. Slíkt verður að tilkynna yfirvöldum,“ tísti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Flórída, sagði of snemmt að ræða um hvort þrengri skotvopnalöggjöf hefði komið í veg fyrir árásina. „Það verður að kynna sér staðreyndir málsins áður en maður stekkur til og talar um löggjöf sem maður heldur að hefði komið í veg fyrir svona harmleik.“ Þetta féllst Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Connecticut, ekki á. „Ekki segja mér að það sé ekki rétti tíminn til að ræða byssuofbeldið. Ef þú sem stjórnmálamaður aðhefst ekkert þá ertu samsekur.“ Alríkislögreglan (FBI) staðfesti í gær að henni hefði verið gert viðvart um Cruz áður en árásin átti sér stað. Hann hefði í fyrra til að mynda skrifað eftirfarandi ummæli á YouTube: „Ég ætla að verða atvinnumaður í skólaskotárásum.“ Málið hafi verið rannsakað en ekki hafi tekist að bera kennsl á þann sem skrifaði ummælin fyrr en nú.
Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00
„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42