Vinnueftirlitið lokaði herbergjum á lungnadeild Landspítalans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 22:59 Um er að ræða erbergi á lungnadeild spítalans í Fossvogi. vísir/vilhelm Vinnueftirlitið hefur lokað tveimur herbergjum á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi meðal annars vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Frá þessu er greint á vef Vinnueftirlitsins en annars vegar er um að ræða vaktherbergi 618 og lyfjaherbergi merkt 626. Samkvæmt ákvörðun Vinnueftirlitsins er öll vinna bönnuð í herbergjunum þar sem líf og heilbrigði starfsmanna er talin hætta búin, uns búið er að gera úrbætur, en vinna má að þeim þrátt fyrir bannið. Vinnueftirlitið fór í eftirlitsheimsókn á lungnadeildina í lok janúar. Í skoðunarskýrslu er að finna lýsingu og mat á aðstæðum. Segir meðal annars að í lyfjaherbergi séu sjáanlegar rakaskemmdir auk þess sem að þar sé megn fúkkalykt. Þá var búið að brjóta gat á forskalaðan vegg þannig að hægt var að sjá rör í veggnum. Veggir virtust vera klæddir með tjörupappa að innan sem leit mun verr út í nágrenni við rörin en fjær. Gæti það verið vísbending um langvarandi leka. Hinu megin við vegginn var svo aðstaða deildarritara og vaktherbergi. Í þeim rýmum hefur fundist megn lykt öðru hverju síðan í nóvember í fyrra. Eru það fyrirmæli frá Vinnueftirlitinu að öllum starfsmönnum á lungnadeild skuli boðið að fara í heilsufarsskoðun með tilliti til áhrifa frá myglusvepp. Vinnueftirlitið veitir spítalanum frest til 28. febrúar til að tilkynna um úrbætur og útfærslur á þeim í tengslum við rakaskemmdirnar í lyfjaherberginu. Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur lokað tveimur herbergjum á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi meðal annars vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Frá þessu er greint á vef Vinnueftirlitsins en annars vegar er um að ræða vaktherbergi 618 og lyfjaherbergi merkt 626. Samkvæmt ákvörðun Vinnueftirlitsins er öll vinna bönnuð í herbergjunum þar sem líf og heilbrigði starfsmanna er talin hætta búin, uns búið er að gera úrbætur, en vinna má að þeim þrátt fyrir bannið. Vinnueftirlitið fór í eftirlitsheimsókn á lungnadeildina í lok janúar. Í skoðunarskýrslu er að finna lýsingu og mat á aðstæðum. Segir meðal annars að í lyfjaherbergi séu sjáanlegar rakaskemmdir auk þess sem að þar sé megn fúkkalykt. Þá var búið að brjóta gat á forskalaðan vegg þannig að hægt var að sjá rör í veggnum. Veggir virtust vera klæddir með tjörupappa að innan sem leit mun verr út í nágrenni við rörin en fjær. Gæti það verið vísbending um langvarandi leka. Hinu megin við vegginn var svo aðstaða deildarritara og vaktherbergi. Í þeim rýmum hefur fundist megn lykt öðru hverju síðan í nóvember í fyrra. Eru það fyrirmæli frá Vinnueftirlitinu að öllum starfsmönnum á lungnadeild skuli boðið að fara í heilsufarsskoðun með tilliti til áhrifa frá myglusvepp. Vinnueftirlitið veitir spítalanum frest til 28. febrúar til að tilkynna um úrbætur og útfærslur á þeim í tengslum við rakaskemmdirnar í lyfjaherberginu.
Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira