Vatnsveitan og Borgarlínan Hjálmar Sveinsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum. Um þær má lesa í Reykjavíkursögu Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“. Áður fengu bæjarbúar vatn úr brunnunum. Fátækt fólk, svokallaðir vatnsberar, bar vatn heim til þeirra sem vildu og borguðu fyrir þjónustuna. Þetta var í raun fyrirkomulag frumstæðs einkarekstrar. Gallinn var sá að brunnarnir voru stundum mengaðir. Veturinn 1906 til 1907 kom upp taugaveikifaraldur af þessum sökum. Þegar Guðmundur Björnsson læknir og bæjarfulltrúi sýndi fram á að hver heimborinn vatnslítri var tiltölulega dýr og veruleg hætta á mengun miðað við vatnið úr fyrirhugaðri vatnsveitu fóru viðhorfin að breytast. Bæjarstjórn fékk einkaleyfi á vatnsveitu í Reykjavík, tekið var hátt lán í Íslandsbanka og lagður vatnsskattur á húseigendur. Auðvitað varð allt vitlaust – 2. október 1909 fór vatnið að streyma um bæinn ofan úr Gvendarbrunnum. Kostnaður við vatnsveituna fór talsvert fram úr áætlun en vatnsveitan breytti öllu. Hún létti líf bæjarbúa, ekki síst húsmæðranna, gerði vatnið heilnæmara og átti sinn þátt í eflingu iðnfyrirtækja og fiskvinnslu í bænum. Samanburður á vatnsveitu og borgarlínu virkar eflaust langsóttur á einhverja en hann hjálpar samt til að bregða ljósi á hlutina. Gatnakerfi borgarinnar er farveitukerfi. Tilgangur þess er að flytja fólk og vörur á sem greiðastan hátt milli staða, en ekki endilega sem flest farartæki. Gatnakerfið er í raun takmörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til – fái bæði pláss og fjármagn. Hún verður gríðarlega öflug farveita sem nýtir mjög vel verðmætt borgarland og takmarkaða innviði. Hún léttir á umferðinni og minnkar svifryksmengun. Hún verður öllum til hagsbóta. Áður en vatnsveita kom í Reykjavík fengu reykvísk heimili um 20 lítra af vatni á dag. Eftir að hún kom fékk hvert heimili um 240 lítra á dag. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Hjálmar Sveinsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Deilurnar sem upp hafa komið um Borgarlínuna undanfarnar vikur eru merkilegar. Auðvitað er ekki við öðru að búast en að skoðanir séu skiptar um svo mikla framkvæmd. Í hugann koma miklar deilur í Reykjavík vegna vatnsveitunnar fyrir um 110 árum. Um þær má lesa í Reykjavíkursögu Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“. Áður fengu bæjarbúar vatn úr brunnunum. Fátækt fólk, svokallaðir vatnsberar, bar vatn heim til þeirra sem vildu og borguðu fyrir þjónustuna. Þetta var í raun fyrirkomulag frumstæðs einkarekstrar. Gallinn var sá að brunnarnir voru stundum mengaðir. Veturinn 1906 til 1907 kom upp taugaveikifaraldur af þessum sökum. Þegar Guðmundur Björnsson læknir og bæjarfulltrúi sýndi fram á að hver heimborinn vatnslítri var tiltölulega dýr og veruleg hætta á mengun miðað við vatnið úr fyrirhugaðri vatnsveitu fóru viðhorfin að breytast. Bæjarstjórn fékk einkaleyfi á vatnsveitu í Reykjavík, tekið var hátt lán í Íslandsbanka og lagður vatnsskattur á húseigendur. Auðvitað varð allt vitlaust – 2. október 1909 fór vatnið að streyma um bæinn ofan úr Gvendarbrunnum. Kostnaður við vatnsveituna fór talsvert fram úr áætlun en vatnsveitan breytti öllu. Hún létti líf bæjarbúa, ekki síst húsmæðranna, gerði vatnið heilnæmara og átti sinn þátt í eflingu iðnfyrirtækja og fiskvinnslu í bænum. Samanburður á vatnsveitu og borgarlínu virkar eflaust langsóttur á einhverja en hann hjálpar samt til að bregða ljósi á hlutina. Gatnakerfi borgarinnar er farveitukerfi. Tilgangur þess er að flytja fólk og vörur á sem greiðastan hátt milli staða, en ekki endilega sem flest farartæki. Gatnakerfið er í raun takmörkuð auðlind. Það er ekki hægt að þenja það endalaust út. Þess vegna er mikilvægt að Borgarlínan verði til – fái bæði pláss og fjármagn. Hún verður gríðarlega öflug farveita sem nýtir mjög vel verðmætt borgarland og takmarkaða innviði. Hún léttir á umferðinni og minnkar svifryksmengun. Hún verður öllum til hagsbóta. Áður en vatnsveita kom í Reykjavík fengu reykvísk heimili um 20 lítra af vatni á dag. Eftir að hún kom fékk hvert heimili um 240 lítra á dag. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar